fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Svona „prófar“ hún karlmenn á fyrsta stefnumóti án þeirra vitneskju

Fókus
Þriðjudaginn 5. apríl 2022 19:30

Gabby. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski áhrifavaldurinn Gabby, eða Respectfully Gabby eins og hún kallar sig á samfélagsmiðlum, segir að það eru ákveðnir hlutir sem hún gerir á fyrsta stefnumóti til að kanna hvort karlmennirnir verðskuldi annað stefnumót með henni.

Þessi svokölluðu „próf“ Gabby hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og skipta netverjum í fylkingar.

Gabby birti myndband á TikTok þar sem hún viðurkenndi að hún „prófar“ karlmenn á fyrsta stefnumóti, en þeir hafa ekki hugmynd um það.

„Hér eru nokkrir hlutir sem ég geri til að prófa karlmenn til að sjá hvort þeir geta séð fyrir mér og passað upp á mig,“ sagði hún.

Það fyrsta sem hún nefndi er oft eldfimt umræðuefni, hver á að borga á fyrsta stefnumótinu. Gabby sagði að hún hlustar ekki á neitt „skipta reikningnum rugl.“ Hún sagði karlmanninn eiga að borga reikninginn „sama hverjar aðstæðurnar eru“ og ef ekki „þá bless.“

Það fylgdi dæmi með því næsta sem hún nefndi.

„Síðustu helgi fór ég á bar og rakst á einhvern sem ég hef verið að fylgja á Instagram. Við eyddum nánast öllu kvöldinu saman og í lok þess pöntuðum við okkur sitthvorn Uber [leigubílinn], en við vorum að fara í sitthvora áttina. Hans bíll kom á undan og hann sagði: „Ó nei, ég skal bíða með þér.“ Og ég sagði: „Nei þú þarft ekki að bíða,“ ég var bara að vera vingjarnleg. Maðurinn fór í bílinn og fór. Klukkan var fjögur um nóttina í Miami í Flórída, allt lokað og ég er þarna ein á miðri fokking götunni. Nei, bara alls ekki.“

Gabby sagði að maðurinn hefði aldrei heyrt frá henni aftur. „Ef þér er sama um öryggi mitt og passar ekki upp á að ég komist örugg heim þá vil ég ekkert með þig hafa,“ sagði hún.

Lokaprófið er tiltölulega einfalt. Gabby sagði að hún segir alltaf við karlmennina sem hún fer á stefnumót með að henni sé kalt til að athuga hvort þeir bjóði henni yfirhöfnina sína.

„Ef ekki, þá ertu dauður fyrir mér,“ sagði hún og bætti við að hún taki þó aldrei við yfirhöfninni ef þeir bjóða hana.

@respectfullygabby First date tests #dating ♬ Sex and the City (Main Theme) – TV Sounds Unlimited

Myndband Gabby skiptir netverjum í fylkingar. Margar konur voru sammála Gabby. „Ef karlmaður passar ekki að ég komist örugg heim eftir stefnumótið okkar þá fer ég ekki aftur á stefnumót með honum, sama hversu gaman það var hjá okkur,“ segir ein.

„Þær stelpur sem ná þessu, NÁ ÞESSU,“ segir önnur.

En karlmenn í athugasemdakerfi myndbandsins á TikTok eru ekki jafn hrifnir af þessum „prófum“ hennar.

„Þú sagðir honum að fara, ekki spila leiki. Og þið voruð ekki á stefnumóti,“ segir einn.

„Menn eiga ekki að þurfa að sjá fyrir og vernda allar konur sem þeir hitta. Þú ert að rugla saman stefnumóti við að eiga kærasta eða eiginmann,“ segir annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox
Fókus
Í gær

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“
Fókus
Í gær

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi
Fókus
Í gær

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Tölurnar sýna að húmor virkar“

„Tölurnar sýna að húmor virkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Vilhjálms sakaður um að hafa eyðilagt barnaafmæli – „Þetta símtal var á laugardagskvöldi“

Páll Vilhjálms sakaður um að hafa eyðilagt barnaafmæli – „Þetta símtal var á laugardagskvöldi“