fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Guðsríki er aðeins fyrir granna – Lystarstol og ofbeldi í söfnuði megrunardrottningarinnar

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 3. apríl 2022 18:00

Gwen Shamblin sameinaði megrun og guðstrú. Mynd/Wikimedia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá unga aldri hafði hin ljóshærða og brosmilda Gwen Shamblin þann eiginleika að geta laðað að sér fólk að sér með hispursleysi sínu og drafandi Suðurríkjahreim. Gwen hafði tvö brennandi áhugamál, næringu og drottinn, og sameinaði hún þau eftir háskólanám í næringarfræði með því halda megrunarnámskeið með trúarlegum innblæstri.

Hún gaf út megrunarbókina ,,The Weigh Down Diet” árið 1997 og seldist hún í bílförmum.  Bókin predikaði að Jesús væri samþykkur öllum mat, ekkert væri bannað, en fólk ætti að leita til drottins frekar en matar. Í raun var bókin ekki um annað en allt að því hættulega skammtastjórnun.

Gwen var vinsæll viðmælandi í sjónvarpi á tíunda ártugnum.
Mynd/YouTube

Það höfðu áður komið út megrunarbækur með trúarlegu ívafi, bækur á við ,,Body by God” og ,,What Would Jesus Eat?” en Gwen gekk mun lengra en forsvarsmenn hennar. Hún stóð fyrir námskeiðum þar sem fólk var niðurlægt og svo að segja svelt á milli stífra kennslustunda í biblíufræðum. 

Grannur fyrir guð

Árið 1999 var stjarna Gwen í hæstu hæðum, hún kom reglulega fram í sjónvarpi og talaði fyrir hungurkúrum sínu. Námskeiðin höfðu einnig dreifst um öll Bandaríkin. En hin metnaðrgjarna Gwen vildi ganga lengra og stofnaði hún söfnuð, Remnant Fellowship Church, í auðmannasýslunni Brentwood í Tennessee. 

Gwen Shamblin.
Mynd/Instagram

Yfirlýst markmið kirkjunnar var að ná nánu samband við drottinn. En leið Gwen að drottni var langt frá því að vera allra. Söfnuðurinn hafði um 1500-2000 meðlimi sem þurftu að tileinka sér kenningar Gwen um sjálfstjórn og hlýðni. Gwen sagði sig spámann og kæmu kenningarnar til hennar lóðrétt að ofan. Eftir því sem safnaðarmeðlimur varð grennri, því ,,hreinni” varð hann og því hærra komst hann í valdastiga safnaðarins. Feitu fólki var refsað og það hundsað enda átti það ekkert erindi í guðsríki, sem var frátekið fyrir granna, samkvæmt Gwen. Karlmenn voru höfuð sköpunarverksins og var eiginkonum og börnum gert að hlýða þeim í einu og öllu. Sem er sérkennilegt með tilliti til þess að söfnuðnum var stjórnað af konu, sem þekkist ekki meðal kristinna öfgatrúarsöfnuða í Bandaríkjunum.

Depurð var bönnuð, stöðugra brosa krafist og veikindi talin veikleiki og litin hornauga. Að sjálfsögðu kostaði einnig sitt að vera í söfnuðinum enda lítið annað við peninga að gera þar sem Gwen predikaði með hástöfum um kosti naumhyggju. 

Gwen giftir (grannt) par.
Mynd/Remnant Fellowship Church.

Lystarstol og ofbeldi

Afleiðingarnar af kenningum Gwen voru útbreitt lystarstol og ofbeldi gegn konum, en þó aðallega börnum, innan safnaðarins. Gwen gafa meira segja út leiðbeiningar um hvernig best væri að ,,aga” börn. Augu yfirvalda bárust að söfnuðinum þegar að safnaðarmeðlimirnir Joseph og Sonya Smith börðu 8 ára son sinn til bana árið 2003. Báru þau fyrir sig kenningar Remnant Fellowship Church og voru gerðar húsleitir í glæsilegum höfuðstöðvum kirkjunnar í kjölfarið. Ekki tókst þó að finna bein tengsl Gwen eða annarra safnaðarmeðlima við morðið og var rannsókn hætt. Joseph og Sonya voru aftur á móti dæmd í lífstíðarfangelsi. 

Árin liðu og lífsstíll Gwen var stöðugt ríkmannlegri, hárið hærra og farðinn þykkari. Gwen hafði verið gift David Shamblin frá 1978 og hafði hann staðið við hlið hennar við uppbyggingu safnaðarins. En seinni árin hafði David fitnað sem pirraði Gwen óskaplega og bannaði hún honum að koma fram með sér eða láta yfirleitt sjá sig. Árið 2018 skildi Gwen við David og giftist atvinnulausum leikara að nafni Joe Lara sem töluvert yngri og grennri en forverinn.

Gwen yngdi upp þegar eiginmaður hennar varð of feitu. Giftist hún þá leikaranum Joe Lara.
Mynd/Instagram

Varð þá viðsnúningur í predikunum Gwen sem áður hafði hótað fráskildum helvítisvist. Marga grunaði reyndar að það hafi ekki verið ástin ein sem rak Joe í fang hinnar eldri en yfirgengilega auðugu Gwen. Flestir voru líka á því að sambandið hentaði báðum prýðilega, Gwen var með ungan og grannan mann upp á arminn og Joe gat notið hinna dýrari lystisemda lífsins. 

Í maí í fyrra stigu þau Gwen og Joe upp í einkaflugvél Gwen ásamt fimm leiðtogum safnaðarins og lá leið þeirra til Florida. Vélin fórst aftur á móti fljótlega eftir flugtak og létust allir um borð. 

Í ljós kom að Gwen hafði ekki arfleitt kirkjuna að krónu af gríðarlegum auð sínum heldur rann féð til barna hennar. Remnant Fellowship Church er enn starfandi sem söfnuður og nú undir stjórn nýs leiðtoga, dóttur Gwen, Elizabeth Shamblin Hannah.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“

Björgvin fékk magnaða kveðju frá Jóni – „Ég felli bara tár við þessi skrif vinur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu