Það er myndband að fara eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla sem sýnir uppákomuna á Óskarsverðlaunahátíðinni frá öðru sjónarhorni.
Umrætt myndband sýnir þegar Will Smith gengur til baka í sæti sitt og virðist Jada Pinkett Smith hlæja.
Chris Rock var kynnir á hátíðinni og gerði grín að hári leikkonunnar Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will Smith, en hún er með sjálfsofnæmissjúkdóm sem veldur hárlosi. Samkvæmt heimildarmanni TMZ vissi ekki Chris af heilsuvandamálum hennar.
Will rauk upp á svið, sló Chris utan undir og settist aftur í sæti sitt og öskraði á Chris. Hálftíma seinna vann hann til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í King Richard.
Sjá einnig: Svona voru viðbrögð gesta Óskarsins við löðrungnum – Grátandi Will Smith baðst afsökunar
Atvikið hefur verið á allra vörum undanfarna viku. Akademían er að skoða málið og gæti leikarinn verið sviptur sínum fyrstu Óskarsverðlaunum. Will Smith bað grínistann afsökunar á mánudaginn og sagðist hafa farið yfir strikið.
@justinunsworth1 #oscars #oscarserraofficial #chrisrock #willsmith #fyp #tiktok #foryoupage ♬ original sound – Justin Unsworth
Myndbandið er á dreifingu um Twitter, TikTok og Instagram. Í því má sjá Jada Pinkett Smith hlæja þegar Chris Rock segir: „Vá, Will Smith sló mig utan undir“ eftir löðrunginn.
Síðan virðist hún hreyfa hvorki legg né lið á meðan Will Smith öskrar á Chris að tala ekki um hana. Hún virðist síðan hlæja aftur þegar Chris Rock kallar þetta „ótrúlegasta kvöld í sögu sjónvarpsins.“