Gamanleikarinn Jim Carrey er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Will Smith fyrir að löðrunga Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni og gagnrýndi raunar alla gestina á hátíðinni sem stóðu upp og klöppuðu fyrir Smith stuttu eftir árásina þegar hann fékk Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalshlutverki.
Nú hafa netheimar hins vegar rifjað upp að Carrey hefur síður en svo alltaf verið til fyrirmyndar.
Það var á MTV kvikmyndaverðlaununum 1997 sem leikkonan Alicia Silverstone, þá aðeins tvítug og hafði slegið í gegn í myndinni Clueless tveimur árum áður, veitti verðlaun fyrir besta gamanleik. Carrey var sigurvegarinn en þegar hann kom upp á svið að taka við verðlaunagrip úr hendi Silverstone greip hann harkalega um höfuð hennar og kyssti hana á munninn á meðan hún reyndi að ýta honum frá sér. Þarna var Carrey 35 ára og þegar orðin súperstjarna en verðlaunin hlaut hann fyrir leik sinni í myndinni The Cable Guy.
Fólk hefur kallað Carrey hræsnara fyrir að gagnrýna Will Smith þegar hann sjálfur hefur veist kynferðislega að ungri leikkonu á verðlaunahátíð.
Jim Carrey is bold…didnt he kiss Alicia Silverstone on stage without consent and she said she felt humiliated? https://t.co/EKfNDBoifl
— m&m (@dominicdyke) March 29, 2022
En ekki nóg með það heldur var seinna um kvöldið tilkynnt að Will Smith, þá 28 ára, hlyti verðlaun á MTV hátíðinni fyrir besta kossinn í kvikmynd og þegar hann var á leið upp á sviðið gekk Carrey að honum og virtist reyna að fara í sleik við hann en Smith tókst að ýta honum í burtu.
Carrey á að baki langan feril. Hann er nú sextugur og tilkynnti fyrir nokkrum dögum að hann ætlaði líklega að hætta í kvikmyndum eftir útkomu myndarinnar Sonic The Hedgehog 2 þar hann leikur illmennið.