fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fókus

Gísli Marteinn löðrungaður í beinni útsendingu – „Aldrei fokkíng aftur minnast á Felix Bergsson í þessum drulluþætti“

Fókus
Föstudaginn 1. apríl 2022 21:52

Skjáskot RUV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þættinum Vikunni með Gísla Marteini Baldurssyni var að venju farið yfir fréttir vikunnar á léttu nótunum og er grínið þarna ávallt við völd.

Meðal annars fór hann yfir að nýr þjóðarleikvangur er ekki á fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin kynnti nýverið. Ásmundur Einar Daðason sagði í tíð síðustu ríkisstjórnar, þar sem hann var ráðherra líkt og nú, að það væri aðeins formsatriði að setja þjóðarleikvang á dagskrá.

Gísli Marteinn rifjaði upp orð Ásmundar Einars þá og nú og sagði að það væru skallar í frásögninni, ekki eins og þegar um skallamörk sé að ræða, heldur skalla eins og á Felix Bergssyni – og birtist þá mynd af þeim félögum Felix Bergssyni, sem vissulega er með skalla, og Gunnari Helgasyni þar sem þeir virtust vera að fylgjast með beinu útsendingunni og Gunnar tók andköf af hlátri. Hann er síðan sýndir líta á Felix sem greinilega hafði mikla vanþóknun á þessum brandara. Við það stóð Gunnar upp og það næsta sem áhorfendur sjá er Gunnar að löðrunga Gísla Marteinn.

Við treystum því þó að þetta hafi verið í gamni gert enda söguþráðurinn mjög svo áþekkur því þegar Chris Rock sagði brandara um rakað höfuð Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will Smith, og hann hló mikið að þessum brandara þar til hann sá eiginkonu sína ranghvolfa augunum og „med det samme“ gekk upp á svið og löðrungaði kynninn Chris Rock.

Gísli Marteinn sagði síðan að þetta hafi einfaldlega verið brandari um þjóðarleikvanginn, rétt eins og Chris Rock sagði þetta hafa verið brandara um kvikmyndina GI Jane, og síðan öskraði Gunnar að Gísli Marteinn skyldi aldrei aftur nefna vin sinn á nafn með orðunum: „Aldrei fokkíng aftur minnast á Felix Bergsson í þessum drulluþætti.“

Hér má sjá atriðið í þætti gærkvöldsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir annað fyrirtæki hafa reynt að koma höggi á hana – „Þau reyndu vel og lengi“

Segir annað fyrirtæki hafa reynt að koma höggi á hana – „Þau reyndu vel og lengi“
Fókus
Í gær

Varar ferðamenn við þessu á Spáni – Nefnir sérstaklega „baunasvindlið“

Varar ferðamenn við þessu á Spáni – Nefnir sérstaklega „baunasvindlið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur varð fyrir aðkasti þegar hann flutti heim – „Á íslenskum fjölmiðlum níunda áratugarins ýmislegt gott að þakka“

Þorvaldur varð fyrir aðkasti þegar hann flutti heim – „Á íslenskum fjölmiðlum níunda áratugarins ýmislegt gott að þakka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur: Mikilvægt að vera vakandi yfir þessum viðbrögðum hjá maka

Ragnhildur: Mikilvægt að vera vakandi yfir þessum viðbrögðum hjá maka