fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fókus

„Ég mun gera hvað sem ég get til að vera áfram á Íslandi, nema að gifta mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 1. apríl 2022 10:50

Kyana Sue Powers. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyana Sue Powers kom í ferðalag til Íslands árið 2018. Hún var dáleidd af náttúrufegurð landsins og það varð ekki aftur snúið. Hún fór heim til Boston, sagði upp vinnunni, seldi allt sem hún átti og keypti flugmiða aðra leið til Íslands.

Sjá einnig: Varð ástfangin af landinu og er nú þekkt sem Ameríkaninn sem flutti til Íslands

Síðan þá hefur hún aflað sér gríðarlega vinsælda á samfélagsmiðlum, sérstaklega TikTok, og er þekkt sem Ameríkaninn sem flutti til Íslands og hvetur fólk víðs vegar úr heimi að koma til landsins og njóta náttúrufegurðarinnar. Hún stofnaði nýverið markaðsfyrirtæki á Íslandi og hefur unnið fyrir fjölda íslenskra fyrirtækja.

Nú stendur til að vísa henni úr landi sökum þess að hún er ekki menntuð í sínu fagi.

Kyana Sue Powers. Aðsend mynd.

Ætlar að áfrýja

„Löng saga stutt þá fékk ég bréf um að mér verður vísað úr landi og atvinnuleyfinu mínu synjað af úreltum ástæðum,“ segir hún í samtali við DV.

„Ég var ráðin af fyrirtækinu mínu sem TikTok og Instagram Reels sérfræðingur. En útlendingastofnun segir að þar sem ég er ekki með menntun í þessu fagi þá er ég ekki álitin sérfræðingur í því.“

Kyana var í viðtali hjá DV fyrir rúmlega ári síðan og þá ræddi hún um hversu erfitt það var fyrir hana að fá vinnu hér á landi, þrátt fyrir að vera vel menntuð.

„Ég las um að það væri erfitt fyrir Bandaríkjamenn að flytja til Íslands vegna dvalarleyfismála. Ég hélt að ef ég myndi bara koma hingað, þá væri það auðveldara að finna út úr því heldur en hinum megin við hafið, en það er ekki rétt. Ég flutti hingað þegar ég var 27 ára, með bachelor- og masters-gráðu og margra ára starfsreynslu, en samt sem áður var ómögulegt fyrir mig að finna vinnu. Ég þurfti að finna atvinnurekanda sem var tilbúinn að sækja um atvinnuleyfi fyrir mig, sem var ekki auðvelt,“ sagði hún.

Aðsend mynd.

Miður sín

Kyana ætlar að áfrýja ákvörðun útlendingastofnunar.. „En ferlið tekur 12 til 24 mánuði og ég hef aðeins 23 daga eftir,“ segir hún.

„Ég er miður mín, ég hef staðið í þessu í tvö og hálft ár að reyna að fá að vera hérna á Íslandi. Og það er ekki eins og ég sé bara einhver sem kom til að vinna á kaffihúsi eða eitthvað. Ég er að leggja mitt á mörkum fyrir landið og samfélagið. Ég er búin að festa rætur í íslensku samfélagi og íslensku vinir mínir eru eins og fjölskylda mín, svo þetta er virkilega erfitt,“ segir hún.

„Ég ætla ekki að gefast upp án þess að reyna, eða berjast. Ég mun gera hvað sem ég get til að vera áfram í þessu landi, nema að gifta mig,“ segir hún og hlær. „Það er ekki einu sinni möguleiki.“

@kyanasue Call me little Miss CEO, Or Iceland they call me the Tiktok Queen 😀#iceland #reykjavik #entrepreneur #contentcreator @kyanasue @kyanasue ♬ She Share Story (for Vlog) – 山口夕依

Hvetur fólk til að koma til landsins

Kyana ræddi einnig við Fréttablaðið í dag.

„[Fyrirtækið mitt] sér líka um minn eigin TikTok-reikning, en ég er eina manneskjan sem sérhæfir sig í akkúrat svona efni á Íslandi. Ég er líka sú eina með vettvang til að hvetja mörg þúsund manns, ekki bara til þess að ferðast til landsins, heldur líka til að flytja hingað. Það er til dæmis fullt af erlendum nemum í háskólanum bara af því að ég var þar,“ sagði hún.

Á mánudaginn næsta verður heimildarmynd frumsýnd um baráttu hennar fyrir dvalarleyfi á Íslandi.

Kyana Sue er einnig með undirskriftasöfnun og geta þeir sem vilja styðja hana skrifað undir hér.

Fylgstu með henni á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Oliver þoldi ekki brjóst sín og fór í brjóstnám – „Ef þetta er það sem lætur þér líða betur, þá gerirðu þetta“

Oliver þoldi ekki brjóst sín og fór í brjóstnám – „Ef þetta er það sem lætur þér líða betur, þá gerirðu þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tom Brady viðurkennir að hafa gert mistök í föðurhlutverkinu

Tom Brady viðurkennir að hafa gert mistök í föðurhlutverkinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Víðir um veikindin – „Ég varð þunglyndur og átti bara mjög erfitt“

Víðir um veikindin – „Ég varð þunglyndur og átti bara mjög erfitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn