fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Edda Sif rýfur þögnina um líkamsárásina – „Ég hef aldrei viljað tala um þetta opinberlega“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 31. mars 2022 11:00

Edda Sif Pálsdóttir. Mynd/Haraldur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Sif Pálsdóttir íþróttafréttakona varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir tíu árum síðan og urðu miklar umræður og vangaveltur í samfélaginu í kjölfar árásarinnar. Hún kærði fjölmiðlamanninn Hjört Hjartarson fyrir líkamsárás árið 2012 en málið fór ekki fyrir dóm þar sem þau náðu samkomulagi og viðurkenndi Hjörtur fulla ábyrgð.

Edda Sif ræðir opinberlega um árásina í fyrsta skipti í forsíðuviðtali Vikunnar. Hún segir frá líkamsárásinni, eftirmálum hennar og sjálfsvinnunni sem tók við í kjölfarið.

„Ég hef aldrei viljað tala um þetta opinberlega. Fyrst og síðast til að verja sjálfa mig, held ég, því ofbeldið var slæmt en umræðan reyndist mér jafnvel enn verri þó að það sé skrítið að segja það. Ég komst að því þegar ég byrjaði í EMDR-áfallameðferð fyrir einu og hálfu ári að augnablikið þegar ég hélt að ég myndi deyja var ekki það versta í þessu öllu saman heldur það sem á eftir kom; það sem fólk sagði eða sagði ekki. Fólk vissi ekkert hvað hafði gengið á en gaf sér að það vissi það, þetta var mikið í fjölmiðlum og rætt manna á milli þar sem ýmislegt var gefið í skyn en enginn fótur var fyrir,“ segir hún.

„Ég lét þetta yfir mig ganga án þess að segja mína hlið og hef gert síðan en það gengur kannski ekki upp að þegja bara og ætlast á sama tíma til að fólk viti og skilji. Og ég væri örugglega ekki að tala um þetta núna nema af því að það er fullt af fólki búið að stíga fram með sína reynslu og ég vona að tíðarandinn sé þess vegna aðeins annar en fyrir áratug.“ segir Edda Sif.

Hægt er að lesa viðtalið við Eddu Sif og nýjasta tölublað Vikunnar á áskriftarvef Birtíngs. Sjö daga fríáskrift er í boði fyrir nýja áskrifendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“

Aron Már um fræga senu Aftureldingar – „Ekki segja neinum og hræktu á bakið á mér“
Fókus
Í gær

Jóna og Bjarni um biskupinn sem reitti Donald Trump til reiði

Jóna og Bjarni um biskupinn sem reitti Donald Trump til reiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry Bretaprins fagnar sigri – Fær afsökunarbeiðni frá The Sun og 1,8 milljarð í miskabætur

Harry Bretaprins fagnar sigri – Fær afsökunarbeiðni frá The Sun og 1,8 milljarð í miskabætur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“

Feðgarnir Davíð og Þorvarður sögðu upp störfum til að elta drauminn – „Við ákváðum að kýla á þetta og stofna fyrirtæki saman“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björt og skemmtileg íbúð í Sigvaldablokk

Björt og skemmtileg íbúð í Sigvaldablokk
Fókus
Fyrir 3 dögum

VÆB svara fyrir sig: „Persónulega finnst okkur þetta gjörólík lög“

VÆB svara fyrir sig: „Persónulega finnst okkur þetta gjörólík lög“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport