fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fókus

Chris Rock tjáir sig um löðrunginn í fyrsta skipti – „Ég er enn að melta það sem gerðist“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 31. mars 2022 11:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Chris Rock tjáði sig um löðrunginn á Óskarnum í fyrsta skipti í gærkvöldi. Hann sagði þó ekki mikið en sagðist enn vera að melta atvikið og hann muni koma til með að ræða það frekar seinna.

Umrætt atvik er þegar leikarinn Will Smith sló grínistann utan undir fyrir allra augum á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðið sunnudagskvöld.

Chris Rock var kynnir á hátíðinni og gerði grín að hári leikkonunnar Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will Smith, en hún er með sjálfsofnæmissjúkdóm sem veldur hárlosi. Samkvæmt heimildarmanni TMZ vissi ekki Chris af heilsuvandamálum hennar.

Will rauk upp á svið, sló Chris utan undir og settist aftur í sæti sitt og öskraði á Chris. Hálftíma seinna vann hann til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í King Richard.

Sjá einnig: Svona voru viðbrögð gesta Óskarsins við löðrungnum – Grátandi Will Smith baðst afsökunar

Atvikið hefur verið á allra vörum undanfarna viku. Akademían er að skoða málið og gæti leikarinn verið sviptur sínum fyrstu Óskarsverðlaunum. Will Smith bað grínistann afsökunar á mánudaginn og sagðist hafa farið yfir strikið.

Enn að melta atvikið

Chris Rock var með uppistand í Boston í gærkvöldi, en þetta er fyrsta uppistand hans síðan atvikið átti sér stað. Variety birti stutta upptöku frá sýningunni og kemur fram að Chris tók það fljótlega fram að hann ætlaði ekki að ræða uppákomuna á Óskarnum.

„Ég er enn að melta það sem gerðist. Ég mun tala um þetta á einhverjum tímapunkti, það verður alvarlegt og fyndið,“ sagði hann.

Sjá einnig: Forsagan á bak við erjur Will Smith og Chris Rock

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Ég er í sjokki og í skýjunum“

Vikan á Instagram – „Ég er í sjokki og í skýjunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir okkur þurfa að gera þetta til að vernda heilsuna

Ragnhildur segir okkur þurfa að gera þetta til að vernda heilsuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Goðsögnin Bob Newhart er látinn

Goðsögnin Bob Newhart er látinn