Grínistinn Chris Rock tjáði sig um löðrunginn á Óskarnum í fyrsta skipti í gærkvöldi. Hann sagði þó ekki mikið en sagðist enn vera að melta atvikið og hann muni koma til með að ræða það frekar seinna.
Umrætt atvik er þegar leikarinn Will Smith sló grínistann utan undir fyrir allra augum á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðið sunnudagskvöld.
Here’s the moment Chris Rock made a „G.I. Jane 2“ joke about Jada Pinkett Smith, prompting Will Smith to punch him and yell, „Leave my wife’s name out of your f–king mouth.“ #Oscars pic.twitter.com/kHTZXI6kuL
— Variety (@Variety) March 28, 2022
Chris Rock var kynnir á hátíðinni og gerði grín að hári leikkonunnar Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will Smith, en hún er með sjálfsofnæmissjúkdóm sem veldur hárlosi. Samkvæmt heimildarmanni TMZ vissi ekki Chris af heilsuvandamálum hennar.
Will rauk upp á svið, sló Chris utan undir og settist aftur í sæti sitt og öskraði á Chris. Hálftíma seinna vann hann til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í King Richard.
Sjá einnig: Svona voru viðbrögð gesta Óskarsins við löðrungnum – Grátandi Will Smith baðst afsökunar
Atvikið hefur verið á allra vörum undanfarna viku. Akademían er að skoða málið og gæti leikarinn verið sviptur sínum fyrstu Óskarsverðlaunum. Will Smith bað grínistann afsökunar á mánudaginn og sagðist hafa farið yfir strikið.
Chris Rock var með uppistand í Boston í gærkvöldi, en þetta er fyrsta uppistand hans síðan atvikið átti sér stað. Variety birti stutta upptöku frá sýningunni og kemur fram að Chris tók það fljótlega fram að hann ætlaði ekki að ræða uppákomuna á Óskarnum.
„Ég er enn að melta það sem gerðist. Ég mun tala um þetta á einhverjum tímapunkti, það verður alvarlegt og fyndið,“ sagði hann.
Sjá einnig: Forsagan á bak við erjur Will Smith og Chris Rock