Næsta heimildarmyndin úr smiðju Viaplay er ‘Liv Ullmann: The Road Less Travelled’, en þar er ein ástsælasta leikkona í Noregi og Evrópu í nærmynd. Liv Ullmann var sæmd heiðursverðlaunum á Óskarsverðlaunahátíðinni 25. mars, fyrir farsælan feril sem leikkona, leikstjóri, handritshöfundur og aðgerðarsinni, þar sem hún hefur starfað með mikilmennum á borð við Ingmar Bergman, Richard Attenborough og Terence Young. Þáttaröðin um Liv Ullmann er eftir Dheeraj Akolkar, sem starfaði með Ullmann við gerð hinnar margrómuðu myndar ‘Liv & Ingmar’, sem kom út árið 2012.
Þegar greint var frá því að Ullmann yrði sæmd heiðursverðlaununum sagði bandaríska kvikmyndaakademían eftirfarandi: „Leikur Liv Ullmann á skjánum einkennist af hugrekki og tilfinninganæmi, sem hefur lengi hreyft við áhorfendum.“ Hún var heiðruð ásamt Hollywood-stjörnunum Samuel L. Jackson, Danny Glover og Elaine May. Ullmann hefur tvisvar sinnum verið tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkonan, fimm sinnum til Golden Globe-verðlaunanna (og sigrað einu sinni) og einu sinni verið tilnefnd til Gullpálmans.
Heimildarmyndin ‘Liv Ullmann – The Road Less Travelled’ skartar nýju efni og viðtölum frá árinu 2022 í bland við eldra efni.
Filippa Wallestam, dagskrárstjóri Viaplay: „Frammistaða Liv Ullmann í sígildum myndum á borð við ‘Scenes from a Marriage’, ‘The Emigrants’ og mörgum fleirum hefur markað henni skýran sess í kvikmyndasögunni. Heiðursóskarsverðlaun hennar eru innblástur fyrir alla sköpunarglaða íbúa á Norðurlöndunum. Þessi nýjasta alþjóðlega heimildarmynd frá Viaplay veitir áhorfendum tækifæri til að heyra Liv segja magnaða sögu sína með sínum eigin orðum.“
Serían er í þremur hlutum og framleiðendur hennar eru Kaare Hersoug og Hege Christensen fyrir hönd Teddy TV, og Une Søreide fyrir hönd Viaplay. ‘Liv Ullmann: The Road Less Travelled’ verður frumsýnd á Viaplay árið 2022 en alþjóðleg dreifing er í höndum Viaplay Content Sales.