fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fókus

Viaplay gerir heimildarmynd um Óskarsverðlaunahafann Liv Ullmann

Fókus
Miðvikudaginn 30. mars 2022 15:30

Liv Ullmann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næsta heimildarmyndin úr smiðju Viaplay er ‘Liv Ullmann: The Road Less Travelled’, en þar er ein ástsælasta leikkona í Noregi og Evrópu í nærmynd. Liv Ullmann var sæmd heiðursverðlaunum á Óskarsverðlaunahátíðinni 25. mars, fyrir farsælan feril sem leikkona, leikstjóri, handritshöfundur og aðgerðarsinni, þar sem hún hefur starfað með mikilmennum á borð við Ingmar Bergman, Richard Attenborough og Terence Young. Þáttaröðin um Liv Ullmann er eftir Dheeraj Akolkar,  sem starfaði með Ullmann við gerð hinnar margrómuðu myndar ‘Liv & Ingmar’, sem kom út árið 2012.

Þegar greint var frá því að Ullmann yrði sæmd heiðursverðlaununum sagði bandaríska kvikmyndaakademían eftirfarandi: „Leikur Liv Ullmann á skjánum einkennist af hugrekki og tilfinninganæmi, sem hefur lengi hreyft við áhorfendum.“ Hún var heiðruð ásamt Hollywood-stjörnunum Samuel L. Jackson, Danny Glover og Elaine May. Ullmann hefur tvisvar sinnum verið tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkonan, fimm sinnum til Golden Globe-verðlaunanna (og sigrað einu sinni) og einu sinni verið tilnefnd til Gullpálmans.

Heimildarmyndin ‘Liv Ullmann – The Road Less Travelled’ skartar nýju efni og viðtölum frá árinu 2022 í bland við eldra efni.

Filippa Wallestam, dagskrárstjóri Viaplay: „Frammistaða Liv Ullmann í sígildum myndum á borð við ‘Scenes from a Marriage’, ‘The Emigrants’ og mörgum fleirum hefur markað henni skýran sess í kvikmyndasögunni. Heiðursóskarsverðlaun hennar eru innblástur fyrir alla sköpunarglaða íbúa á Norðurlöndunum. Þessi nýjasta alþjóðlega heimildarmynd frá Viaplay veitir áhorfendum tækifæri til að heyra Liv segja magnaða sögu sína með sínum eigin orðum.“

Serían er í þremur hlutum og framleiðendur hennar eru Kaare Hersoug og Hege Christensen fyrir hönd Teddy TV, og Une Søreide fyrir hönd Viaplay. ‘Liv Ullmann: The Road Less Travelled’ verður frumsýnd á Viaplay árið 2022 en alþjóðleg dreifing er í höndum Viaplay Content Sales.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?

Sydney Sweeney og unnustinn hætt saman – Er orðrómurinn að rætast?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“

„Ég heillaðist strax af þessu óbilandi sjálfstrausti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu