Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir er komin á fast. Sá heppni er Enok Jónsson. Vísir greinir frá.
Það er níu ára aldursmunur á parinu, Birgitta Líf er fædd 1992 og hann árið 2001.
Margir landsmenn þekkja Birgittu Líf, hún er markaðsstjóri World Class, og erfingi ræktarveldisins. Hún er einnig eigandi Bankastræti Club.
Við óskum parinu til hamingju með ástina.