fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fókus

Will Smith gæti verið sviptur Óskarsverðlaununum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 28. mars 2022 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Will Smith vann til Óskarsverðlauna í nótt sem besti leikari í aðalhlutverki, en hann gæti verið sviptur sínum fyrstu Óskarsverðlaunum því stuttu fyrir verðlaunaafhendinguna rauk leikarinn upp á svið og sló grínistann Chris Rock utan undir í beinni.

Sjá einnig: Sjáðu myndbandið: Will Smith sló Chris Rock í beinni á Óskarnum

Atvikið er á allra vörum í dag og hefur Akademían sent frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hún fordæmir ofbeldi af öllu tagi. Nú eru margir farnir að beita Akademíuna þrýsting um að svipta Will Smith verðlaununum fyrir að brjóta reglur hátíðarinnar, en nýjar siðareglur voru settar í kjölfar MeToo-byltingarinnar árið 2017.

Sjá einnig: Svona voru viðbrögð gesta Óskarsins við löðrungnum – Grátandi Will Smith baðst afsökunar

Undir venjulegum kringumstæðum hefði Will Smith verið gert að yfirgefa svæðið en atvikið var aðeins nokkrum mínútum áður en besti leikari í aðalhlutverki var tilkynntur. Aðeins þrjár manneskjur í byggingunni vissu að Will Smith myndi vinna, framleiðandi hátíðarinnar, Will Packer, og tveir aðrir. Það var því mikil ringulreið eftir löðrunginn fyrir framleiðendur að ákveða hvernig þeir ættu að bregðast við. Daily Mail greinir frá.

Lögreglan í Los Angeles, LAPD, gaf einnig frá sér yfirlýsingu vegna atviksins og sagði að meintur þolandi, Chris Rock, ætli ekki að kæra, eins og er, en að lögreglan væri „meðvituð um atvikið.“

Akademían hefur ekki tjáð sig frekar um hvort það standi til að svipa Will Smith verðlaununum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Ég er í sjokki og í skýjunum“

Vikan á Instagram – „Ég er í sjokki og í skýjunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir okkur þurfa að gera þetta til að vernda heilsuna

Ragnhildur segir okkur þurfa að gera þetta til að vernda heilsuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Goðsögnin Bob Newhart er látinn

Goðsögnin Bob Newhart er látinn