Það eru allir og amma þeirra að tala um uppákomuna á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt þegar Will Smith sló Chris Rock utan undir.
Fjölmiðlakonan Susanna Reid, sem er einn þáttastjórnanda Good Morning Britain, tjáði sig um atvikið í morgun og sagðist telja sig vita raunverulegu ástæðuna fyrir því að leikarinn rauk upp á svið og löðrungaði grínistann.
Chris Rock var með uppistand á Óskarnum og gerði grín að hári leikkonunnar Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will.
Jada er krúnurökuð, en hún tók ákvörðun um að raka höfuð sitt eftir að hafa verið greind með sjálfsofnæmissjúkdóm sem veldur hárlosi.
Susanna Reid vill meina að það hefði ekki verið ósmekklegi brandarinn um eiginkonu hans sem hefði orðið til þess að Will Smith gaf Chris Rock kinnhest.
Heldur trúir hún því að Will hafi „liðið illa yfir að hlæja af brandaranum“ og fundist hann þurfa að „verja heiður hennar.“
„Ef þú horfir á fyrstu viðbrögð hans við brandaranum, þá bregst hann ekki illa við, heldur hlær. Það eru viðbrögð konunnar hans. Það voru aðrir hlutir í gangi sem leiddu til þessa,“ sagði hún.
Will Smith initially appeared to be laughing following a joke about his wife Jada Pinkett Smith’s alopecia, but when he noticed she was not, the star of King Richard marched onto the stage and slapped Oscars host Chris Rock across the facehttps://t.co/CejXqpDCHq pic.twitter.com/W72mJtxjZx
— ITV News (@itvnews) March 28, 2022
Richard Madeley, hinn þáttastjórnandinn, tók undir. „Honum leið örugglega illa yfir því að hafa hlegið að brandaranum,“ sagði hann.
Susanna fordæmdi einnig ofbeldið. „Ég er ekki að verja brandarann en í alvöru? Árið er 2022 og er bara í lagi að rjúka upp á svið og slá einhvern?“
Sjá einnig: Will Smith gæti verið sviptur Óskarnum
Sjá einnig: Svona voru viðbrögð gesta Óskarsins við löðrungnum – Grátandi Will Smith baðst afsökunar