Ótrúlegur atburður átti sér stað á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fór fram núna í nótt. Grínistinn Chris Rock var staddur uppi á sviðinu og sagði þar nokkra brandara um leikkonuna Jada Pinkett Smith. Þegar hann gerði grín að hári leikkonunnar, sem er krúnurökuð, var eiginmanni hennar, leikaranum Will Smith, nóg boðið en hann gekk rakleiðis upp á svið og sló Rock utan undir.
Eftir andlitshöggið gekk Will Smith aftur niður í sætið sitt og hreytti þaðan fúkyrðum í áttina að Rock. „Ekki tala um fokking konuna mína!“ öskraði hann frá sætinu sínu. „Vá gaur,“ sagði Rock í kjölfarið og bætti við að um brandara hafi verið að ræða. „Ekki tala um fokking konuna mína,“ endurtók Will Smith þá. „Ég er ekki að fara að gera það, okei?“ sagði Rock þá.
Here's the moment Chris Rock made a "G.I. Jane 2" joke about Jada Pinkett Smith, prompting Will Smith to punch him and yell, "Leave my wife’s name out of your f–king mouth." #Oscars pic.twitter.com/kHTZXI6kuL
— Variety (@Variety) March 28, 2022
Atvikið hefur vakið gríðarlega athygli og hafa margir velt því fyrir sér hvort þetta hafi verið skipulagt eða ekki. Flestum fannst þetta vera of raunverulegt til að vera skipulagt.
Ramin Setoodeh, aðalritstjóri Variety, segir að samkvæmt sínum heimildum hafi ekki verið um skipulagt atriði að ræða. „Einhver sem vinnur fyrir Óskarsverðlaunahátíðina sagði mér að Chris Rock hafi ekki verið truflaður af Will Smith á æfingunni í gær. Þetta átti ekki að gerast. Þetta var raunverulegt,“ segir Setoodeh.