fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fókus

Óskarsverðlaunin voru afhent í nótt – Þetta eru helstu sigurvegararnir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 28. mars 2022 04:44

Jessica Chastain var valin besta leikkonan í aðalhlutverki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunin voru afhent í nótt í Dolby Theatre í Los Angeles. Fjöldi leikara, tónlistarmanna, kvikmyndatökugerðarfólks og annarra mætti á hátíðina sem var sýnd í beinni sjónvarpsútsendingu víða um heim. Hér fyrir neðan er stiklað á stóru yfir helstu sigurvegara næturinnar.

En áður en það er gert verður ekki hjá því komist að minnast á atvikið þar sem Will Smith sló Chris Rock uppi á sviði. Ástæðan virðist vera að Smith hafi verið ósáttur við að Rock gerði grín að Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will. Hér fyrir neðan er hægt að lesa nánar um þetta atvik.

Sjáðu myndbandið: Will Smith kýldi Chris Rock í beinni á Óskarnum – „Ekki tala um fokking konuna mína!“

En víkjum þá að helstu sigurvegurum næturinnar:

CODA var valin besta kvikmyndin.

Jane Campion var valin besti leikstjórinn fyrir myndina The Power of the Dog.

Jessica Chastain var valin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni The Eyes of Tammy Faye.

Will Smith var valinn besti karlleikarinn í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni King Richard.

Ariana DeBose var valin besta leikkonan í aukahlutverki fyrir West Side Story.

Troy Kotsur var valinn besti karlleikarinn í aukahlutverki fyrir CODA

Belfast fékk verðlaun fyrir besta handritið.

Encanto var valin besta teiknimyndin.

Drive My Car var valin besta erlenda myndin.

Summer of Soul (Or, When The Revolution Could Not Be Televised) var valin besta heimildarmyndin.

Dune fékk verðlaun fyrir bestu tónlistina.

No Time to Die, No Time to Die var valið besta frumsamda lagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi