En áður en það er gert verður ekki hjá því komist að minnast á atvikið þar sem Will Smith sló Chris Rock uppi á sviði. Ástæðan virðist vera að Smith hafi verið ósáttur við að Rock gerði grín að Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will. Hér fyrir neðan er hægt að lesa nánar um þetta atvik.
En víkjum þá að helstu sigurvegurum næturinnar:
CODA var valin besta kvikmyndin.
Jane Campion var valin besti leikstjórinn fyrir myndina The Power of the Dog.
Jessica Chastain var valin besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni The Eyes of Tammy Faye.
Will Smith var valinn besti karlleikarinn í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni King Richard.
Ariana DeBose var valin besta leikkonan í aukahlutverki fyrir West Side Story.
Troy Kotsur var valinn besti karlleikarinn í aukahlutverki fyrir CODA
Belfast fékk verðlaun fyrir besta handritið.
Encanto var valin besta teiknimyndin.
Drive My Car var valin besta erlenda myndin.
Summer of Soul (Or, When The Revolution Could Not Be Televised) var valin besta heimildarmyndin.
Dune fékk verðlaun fyrir bestu tónlistina.
No Time to Die, No Time to Die var valið besta frumsamda lagið.