fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fókus

Kristján og Gunna Dís setja íbúðina á Húsavík á sölu

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 27. mars 2022 11:43

Myndin er samsett - Mynd af íbúð: Lögeign

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í janúar á þessu ári að Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri í embætti.

Talsverður stormur hafði geisað um sveitarstjórann áður en hann ákvað að draga sig í hlé frá pólitíkinni. Andstæðingar hans höfðu til að mynda gagnrýnt frammistöðu hans og urðu þær raddir háværari þegar hann fór í veikindaleyfi í fyrra. Þegar Kristján Þór sneri tilbaka var greint frá því að hann og eiginkona hans, fjölmiðlakonan Guðrún Dís Emilsdóttir, eða Gunna Dís eins og hún er oftast kölluð, væru skilin.

„Ég mun ekki sækjast eftir starfi sveitarstjóra og mun ekki bjóða mig fyrir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hér í Norðurþingi,“ segir Kristján Þór í samtali við Fréttablaðið í janúar. Þá kom fram í umfjöllun blaðsins að Kristján Þór væri að reikna með að flytja frá Húsavík eftir kosningarnar.

Íbúðin sett á sölu

Ljóst er að nú eru plönin um að flytja frá Húsavík að verða að veruleika en Kristján og Gunna Dís hafa sett íbúðina á Húsavík á sölu. Kristján Þór er einn skráður eigandi íbúðarinnar en hann gekk frá kaupum á henni í desember árið 2016.

Um er að ræða fjögurra herbergja neðri hæð í tvílbýlishúsi með bílskúr en eignin er alls 150,6 fermetrar, ásett verð er 44.900.000 krónur.

Íbúðin var tekin í gegn fyrir um 5 árum síðan en þá var hiti lagður í gólf, nýtt rafmagn dregið í íbúðina og skólp- og vatnslagnir lagaðar. Þá voru settar nýjar innréttingar og nýjir skápar í öll rými, hurðagöt stækkuð og nýjar innihurðir settar í stað þeirra gömlu. Einnig er búið að skipta um hurðina á sérinnganginum og hurðina sem gengur út á veröndina sem er nýleg og með skjólvegg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?

Getur verið að úrslitum í handbolta sé viljandi hagrætt?
Fókus
Í gær

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“

Nökkvi Fjalar er kominn til baka – „Gerum það ómögulega mögulegt saman“
Fókus
Í gær

Foreldrar Jóns Eyþórs glíma bæði við krabbamein – „Þess­ar frétt­ir eru yfirþyrm­andi, en hvað er hægt að gera?”

Foreldrar Jóns Eyþórs glíma bæði við krabbamein – „Þess­ar frétt­ir eru yfirþyrm­andi, en hvað er hægt að gera?”
Fókus
Í gær

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn um reiða manninn í ræktinni: „Þá bara öskrar hann, við erum að tala um í anddyrinu í World Class Laugum klukkan þrjú“

Þorsteinn um reiða manninn í ræktinni: „Þá bara öskrar hann, við erum að tala um í anddyrinu í World Class Laugum klukkan þrjú“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú þegar Keflavíkurflugvöllur leit svona út?

Manst þú þegar Keflavíkurflugvöllur leit svona út?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vala Grand reis upp úr öskunni eftir erfitt tímabil – Menntaði sig fyrir föður sinn heitinn og fann ástina

Vala Grand reis upp úr öskunni eftir erfitt tímabil – Menntaði sig fyrir föður sinn heitinn og fann ástina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“