fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Ráð til kvenna um hvernig ná skuli franskri fágun: ,,Sittu með fæturna saman og ekki glenna þig svo allir geti horft upp í klof á þér“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 26. mars 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréderique Bros er frönsk, reyndar svo frönsk að það mætti skammlaust kalla hana staðalímynd.  Hún heldur úti bæði heimasíðu og  bráðskemmtilegri YouTube rás þar sem hún kennir fólki (lesist: konum) að vera ,,franskari”. Hvernig á að hegða sér, klæða sig eftir vaxtarlagi eða tilefni, taka á móti gestum, velja brjóstahaldara og svo framvegis. 

DV tók saman nokkur af gullmolum Fréderique um hluti sem segir að fágaðar, franskar konur geri aldrei.

Aðeins fyrir strippara

-Langar gervineglur, nei, Af hverju? Finnst einhverjum þetta virkilega smart? Og ekki batnar það þegar konur fara að láta mála mynstur eða setja gervisteina á þessar hræðilegu gervineglur. Auðvitað getur verið gaman að prófa þetta einstaka sinnum en að ganga svona um daglega? Þrífið þið ekki heima hjá ykkur? Það getur varla verið vel þrifið ef það er gert með þessum löngu og ósmekklegu gervinöglum. En munið, ég er ekki að tala um lit á naglalakki. Það má vera grænt eða blátt svo lengi sem þú ert með eðlilega útlítandi neglur. Langar gervineglur eru NON!

Ekki smart þessar segir sú franska.

-Aldrei ganga í mjög háum hælum nema þú sért strippari eða ,,vinna” þín kalli á ofurháa hæla. Þið skiljið hvað ég meina. Þá er það sennilega í lagi. En á öðrum eru mjög háir no no, þeir eru ljótir og flestar konur bera sig ekki fallega við að ganga í þeim. Svo er sársaukafullt að ganga í þeim. Fólk sem hittir þig í fyrsta skipti mun dæma þig á sama hátt af lengd nagla og hæð hæla. 

Ekki endilega sexý þótt þú haldir það

-Aldrei sýna of mikið hold!  Það er allt í lagi að hafa aðra öxlina bera, hafa svolítið af bringunni til sýnis, jafnvel smáræði af brjóstaskoru. Við erum jú konur og eigum að fagna líkama okkar. En aldrei of mikið í einu. Ef þú sýnir mikið hold að ofan, ekki sýna of mikið að neðan og öfugt. Jafnvægi er alltaf lykillinn. Og mundu að of kynþokkafulltur fatnaður snýst oft upp í andhverfu sína. Þótt þér finnist þú sexý í einhverju er ekki þar með sagt að þú sért það. Ef þú ert í mjög þröngum, flegnum eða stuttum fötum skaltu alltaf leita álits áður en þú ferð út. Og besti álitsgjafinn er alltaf besta vinkona þín, sú sem segir þér alltaf satt. Þú veist hver hún er!

Ekki smart að líta út eins og jólatré

-Ekki reyna of mikið! Non! Auðvitað vilja konur vera fallegar þegar þær fara út en ekki enda eins og jólatré, hlaðin skartgripum og sminki. Kona sem ekki getur hreyft höfuðið vegna ofnotkunar á hárspreyi er aldrei smart. Hafðu trú á þinni eigin náttúrulegri fegurð.

Christina Aguilera myndi fá falleinkunn frá Fredérique í þessu tilfelli.

-Það er absalút bannað að tala of hátt. Og þetta á bæði við um konur og karlmenn. Það er óheflað að baula þegar er talað, hvort sem talað er í síma eða augliti til auglits og kallar á neikvæða athygli. 

NON!

-Aldrei fara að sofa án þess að hreinsa af þér farðann. Það skiptir engu hvort þú þreytt eða búin að fá þér of marga. Þú hreinsar samt á þér andlitið og helst áttu að fara í sturtu til að fara fersk inn í nóttina. Það er einstaka sinnum afsakanlegt hjá mjög ungum konum sem ekki vita betur en við sem höfum öðlast aldur og þroska… NON! Ekki láta koddann þinn líta út eins og morðvettvang þegar þú vaknar. 

-Borðsiðir eru afar mikilvægir. Sýndu fágun. Aldrei borða með opinn munn. Ef þú ætlar að tala, kláraðu að tyggja og kyngja áður en þú segir orð. Þurrkaðu munninn áður en þú teygir út höndina til að bæta á glasið. Og aldrei hafa flösku af sterku áfengi á matarborði. Aldrei! 

Ekki glenna upp í klof

-Sittu með fæturna saman, ekki glenna þig svo allir geti horft upp í klof á þér. Ekki smart elskurnar, ekki smart. Og nei, ég er ekki gamaldags, það er tímalaus klassi að sitja eins og dama. Og þegar þú stendur upp skaltu alltaf huga að líkamsstöðunni. Kona sem stendur bein er kona sem sýnir sjálfstraust auk þess sem það er mun fallegra en að hokra. Það er líka betra fyrir heilsuna.

-Franskar konur taka sig ekki of alvarlega. Við erum ekki fullkomnar, alls ekki, enginn er það, en það eru rétt og röng viðbrögðum við vandræðalegum atvikum. Ef þú dettur fyrir framan alla eða annað slíkt áttu að hlæja. Hláturinn endurspeglar sjálfsöryggi þitt og vandræðagangurinn mun hverfa á svipstundu. Elskaðu alltaf sjálfa þig, sama hversu neyðarlegri uppákomu þú lendir í. 

Þú er dæmd eftir fyrstu hughrifum

-Aldrei yfirgefa heimilið án þess að líta í spegil. Þetta var eitt það fyrsta sem mamma kenndi mér og amma kenndi henni. Eru fötin krumpuð? Er gat eða saumspretta? Lekur maskarinn? Er varaliturinn á sínum stað? Er hárið í lagi? Þú munt að öllum líkindum hitta fólk sem þú hefur ekki hitt áður, hvort sem þú ert að fara í göngutúr, fara í drykk með vinum eða jafnvel út í búð. Þú ert ALLTAF dæmd eftir fyrstu hughrifum. Það er ekki endilega rétt eða gott hugarfar en staðreyndin er nú samt að manneskjan er sjónræn að eðlisfari. Fólk lítur alltaf fyrst á andlit og síðan niður eftir líkamanum. En ef þér líður vel í eigin líkama og ert með góða sjálfsmynd þarftu aldrei að hafa áhyggjur. Og munið elskurnar að ekkert er jafn kynþokkafullt og góð sjálfsmynd!

Frédérique situr ekki á skoðunum sínum.

Með brjóstin út um allt

-Ekki apa eftir öðrum. Þú þarft ekki að líta út eins og módel eða kvikmyndastjarna. Vertu þú og finndu þinn eigin stíl. Það getur tekið mörg ár að finna út hvaða litir, ilmir og snið og fleira fara þér best en aldrei gefast upp. Prófaðu þig áfram í stað þess að herma eftir öðrum.

-Hafðu heimilið alltaf eins og það geti dottið inn óvæntir gestir á hverri stundu. Fólk dæmir þig ekki aðeins af því hvernig þú lítur út, talar og berð þig. Þú ert líka alltaf dæmd af umhverfi þínu, sama hvað þér finnst. Haltu heimilinu eins og þér sjálfri: Snyrtilegu. 

-Kósýgallinn á bara heima á einum stað. Heima hjá þér! 

NON á leikkonuna Ariel Winter.

Ég sé allskonar fólk á samfélagsmiðlum, jafnt frægt fólk sem aðra í alls kyns jogginggöllum og öðru slíku á almannafæri. Ég segi NON. Þú ferð aldrei út í kósýgalla og ég tala nú ekki án nærfata, með brjóstin á fleygiferð út um allt! Kósýgalli er til að slaka á heima. Og vertu allsber undir honum ef þú vilt. En ekki fara út! 

Ekki bara dóni heldur auli

-Aldrei spyrja fólk sem þú hefur nýlega kynnst persónulegra spurninga. Reyndar skaltu aðeins spyrja þá sem þú þekkir mjög vel persónulegra spurninga. Þú veist ekki um fortíð fólks og gætir sært það. Spurningar eins og af hverju fólk eigi ekki börn er no no no! . Þú ert ekki bara dóni, þú ert auli ef þú gerir slíkt. Við þetta má bæta að það er agalegur dónaskapur að taka fram í fyrir fólki. Við Frakkar elskum að tala en við fylgjum þessari reglu, enda partur af góðu, frönsku uppeldi. Sumir segja skemmtilega frá en aðrir er skelfilega langorðir og þig langar að grípa fram í en EKKI gera það. Leyfðu viðkomandi að klára, taktu sekúndu hlé og þá, og aðeins þá, máttu svara. Sýndu áhuga eða láttu sem þú hafir áhuga, sama hvað viðkomandi er leiðinlegur. Það er almenn kurteisi og þeir sem virða það ekki fá á sig orð fyrir dónaskap.

Of margir á svölunum

Og að lokum verð ég að árétta skoðun mína á einu það agalegasta sem ég sé. Brjóstahaldarar með púðum (push up). Þeir eru skelfilegir og þú sérð ekki margar franskar konur með brjóstin þrýst langt upp á bringu. Eins og við segjum í Frakklandi; ..Il y a trop de monde sur le balcon” eða ,,það eru of margir á svölunum.” Og þið vitið hvaða svalir ég er að tala um! 

Takk fyrir kennsluna mamma.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum
Hvað er konudagur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“