fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fókus

Vinsælasta lag síðasta árs fjallaði um hann – Hrundi niður andlega og endaði á spítala

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 24. mars 2022 15:30

Joshua Bassett og Olivia Rodrigo. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lagið „Driver‘s License“ sló hlustunarmet streymisveita í fyrra og var vinsælasta lag ársins. Unga söng- og leikkonan Olivia Rodrigo samdi og söng smellinn, en hún var aðeins sautján ára þegar lagið kom út. Hún hefur aldrei staðfest um hvern lagið fjallar en er hefur verið talið fjalla um fyrrverandi kærasta hennar, Joshua Bassett.

Olivia og Joshua léku saman í Disney þáttunum „High School Musical: The Musical – The Series“. Þau opinberuðu aldrei samband sitt en voru aðdáendur ekki lengi að leggja saman tvo og tvo þegar hún gaf út lagið. Meintur ástarþríhyrningur milli Oliviu, Joshua og meðleikkonu þeirra og söngkonunnar Sabrinu Carpenter var á milli tannanna á fólki og fékk Joshua yfir sig holskeflu neikvæðra og ljótra skilaboða.

Viku eftir að Olivia gaf út lagið gaf Joshua út lagið „Lie Lie Lie“, Sabrina Carpenter gaf út lagið „Skin“ rúmlega viku eftir það, bæði lögin talin vera svar þeirra við lagi Oliviu.

Allt áreitið og neikvæða athyglin varð til þess að Joshua endaði á spítala í níu daga. Hann opnar sig um þetta í viðtali við People.

Hann gefur í skyn að það hefði verið allt stressið í kringum útgáfu „Driver‘s Licence“ og viðbrögð almennings við laginu sem hefði orðið til þess að heilsu hans hrakaði verulega.

Joshua segir að honum hafi byrjað að líða illa viku áður en hann var lagður inn á spítala vegna umræðnanna um hann á netinu í kjölfar útgáfu lagsins.

„Ég svaf í 16 til 20 tíma á dag,“ segir hann og bætir við að honum hefði liðið verr með hverjum deginum. „Ég gat ekki staðið uppréttur í meira en 30 sekúndur.“

Tæplega viku eftir að „Driver‘s License“ kom út gaf hann út lagið „Lie Lie Lie“ og ástand hans versnaði verulega.

„Mér fannst eins og hjartað mitt væri bókstaflega að bregðast mér. Ég man eftir að hafa hugsað: „Þetta er ekki bara kvíði. Þetta er slæmt.“ Læknar sögðu: „Ef þú hefðir ekki komið til okkar innan við tólf klukkutíma þá hefðir þú getað dáið heima hjá þér.“ „Það er sturlað að hugsa til þess að ég hefði verið mjög nálægt því að leggja mig á þessum tímapunkti,“ segir hann.

Söngvarinn var í níu daga á spítala en vandamálin héldu áfram. „Ég var mjög þunglyndur og stressaður. Ég fékk kvíðakast á hverjum einasta degi.“

Honum líður betur í dag. „Í fyrra urðu margar af mínum stærstu martröðum að veruleika, en það sýndi mér að ég verð alltaf í lagi, stundum bara betri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Oliver þoldi ekki brjóst sín og fór í brjóstnám – „Ef þetta er það sem lætur þér líða betur, þá gerirðu þetta“

Oliver þoldi ekki brjóst sín og fór í brjóstnám – „Ef þetta er það sem lætur þér líða betur, þá gerirðu þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tom Brady viðurkennir að hafa gert mistök í föðurhlutverkinu

Tom Brady viðurkennir að hafa gert mistök í föðurhlutverkinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Víðir um veikindin – „Ég varð þunglyndur og átti bara mjög erfitt“

Víðir um veikindin – „Ég varð þunglyndur og átti bara mjög erfitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn