fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fókus

Trevor Noah svarar rasískum ummælum Kanye West um sig

Fókus
Föstudaginn 18. mars 2022 10:00

Kanye West og Trevor Noah. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þáttastjórnandinn Trevor Noah tjáir sig um rasísk ummæli rapparans Kanye West í garð hans. Kanye, eða „Ye“ eins og hann kallar sig, tók Trevor fyrir á Instagram eftir að sá síðarnefndi gagnrýndi hegðun rapparans gagnvart Kim Kardashian í þætti fyrr í vikunni.

Kanye stendur í skilnaði við raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian og hefur verið iðinn að tjá sig á samfélagsmiðlum, þá aðallega varðandi „óvini“ sína og tilfinningar sínar gagnvart Kim, skilnaði þeirra og nýja kærasta Kim, Pete Davidson.

Í gær leit Instagram svo á að hann hefði farið yfir strikið með færslu sinni um Trevor Noah. Hann var settur í 24 klukkustunda bann fyrir að brjóta reglur miðilsins um hatursorðræðu, einelti og áreitni. Kanye birti skjáskot af Google leit um Trevor og skipti út orðinu „Kumbaya“ fyrir rasískt orð og skrifaði:

„All in together now… K–n baya my lord k–n baya K–n baya my lord K–n baya Oooo’ lord K–n baya.“

Sjá einnig: Kanye West bannaður á Instagram – Þessi ummæli gerðu útslagið

Trevor svaraði Kanye og skrifaði athugasemd við færsluna, sem hefur nú verið eytt. TMZ greinir frá.

Hann byrjaði á því að hrósa tónlistarhæfileikum Kanye og sagði að rapparinn hefur haft mikil áhrif á líf sitt.

„Mér finnst ömurlegt að sjá þig svona,“ sagði hann um hegðun Kanye undanfarið á samfélagsmiðlum.

„Mér er alveg sama þó þú sért stuðningsmaður Trump, og mér er sama þó þú gerir grín að Pete. En mér stendur ekki á sama þegar ég sé að þú sért að feta hættulega og sársaukafulla slóð.“

Hann hvatti einnig Kanye að læra muninn á því að berjast fyrir fjölskyldu sinni og að berjast við fjölskylduna sína og sagði að hið síðarnefnda hefur oft skelfilegar afleiðingar í för með sér.

„Ég veit ekki hversu oft ég hef vaknað og lesið fyrirsagnir um menn sem drepa fyrrverandi eiginkonur, börnin sín og síðan sig sjálfa. Ég vil aldrei lesa þannig fyrirsögn um þig,“ sagði Trevor.

Þú getir lesið svar hans í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“

„Ég þrái að fólkið upplifi ekki að það sé ósýnilegt, að það skynji að við virkilega sjáum það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 1 viku

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 1 viku

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall