fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Kanye West bannaður á Instagram – Þessi ummæli gerðu útslagið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 17. mars 2022 10:00

Kanye West. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Instagram hefur sett tónlistarmanninn Kanye West í 24 klukkutíma bann á samfélagsmiðlinum. Rapparinn hefur verið iðinn við að nýta miðillinn í að tjá skoðanir sínar á hinu og þessu, aðallega „óvinum“ sínum og tilfinningum sínum gagnvart fyrrum eiginkonu sinni, raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian, skilnaði þeirra og öðru því tengdu.

Í gær leit Instagram svo á að Kanye hefði brotið reglur miðilsins um hatursorðræðu, einelti og áreitni, og var hann því settur í sólarhringsbann. Talsmaður Meta, móðurfyrirtækis Instagram, staðfesti þetta í samtali við E! News.

Á meðan Kanye er í banni getur hann ekki deilt færslum á miðlinum, skrifað athugasemdir og ekki sent skilaboð. Talsmaðurinn tók einnig fram að ef einstaklingur brýtur reglur miðilsins aftur verður næsta refsing þyngri.

Það er óvíst nákvæmlega hvað það var sem gerði það að verkum að rapparinn var bannaður á miðlinum en undanfarna daga hefur hann skrifað færslur um Kim Kardashian, Pete Davidson, Trevor Noah, Michael Che og D.L. Hughley.

Independent, ásamt öðrum miðlum eins og CNN, greina frá því að það hafi verið rasísk ummæli Kanye um Trevor Noah, þáttastjórnanda The Daily Show, sem hafi gert útslagið. Hann skipti út orðinu „Kumbaya“ fyrir rasískt orð.

Hann birti skjáskot af Google leit um Trevor Noah og skrifaði með:

„All in together now… K–n baya my lord k–n baya K–n baya my lord K–n baya Oooo’ lord K–n baya.“

Kanye tók þáttastjórnandann fyrir eftir að sá síðarnefndi tjáði sig um hegðun Kanye gagnvart Kim í þætti í vikunni. Trevor sagði að það sem hafi byrjað sem skilnaðarskandall frægra sé nú orðið að stærri umræðu um áreiti sem margar konur verða fyrir þegar þær reyna að slíta samböndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?