fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Jakob Bjarnar gerir upp Söngvakeppnina – „Sjúkur glæpaheili Feðraveldisins er óútreiknanlegur“

Fókus
Fimmtudaginn 17. mars 2022 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson, kallar ekki allt ömmu sína, og er iðulega óspar á skoðanir sínar í vikulegum innslögum sínum í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann rekur það helsta sem hefur verið í fréttum undanfarna viku.

Jakob hefur þó verið fjarri góðu gamni undanfarnar vikur en hann hefur legið fárveikur í einhverri pest sem samkvæmt hraðprófi er ekki COVID. Hann mætti þó aftur til leiks í morgun og ræddi þar meðal annars mál málanna – Eurovision.

Eurovision er náttúruleg alveg rosalega skemmtilegt fyrirbæri,“ segir Jakob Bjarnar. Hann sagði að seinustu helgi hafi verið Eurovision-helgi og öll vikan því undirlögð því málefni.

„Eftirköstin eru svolítið kostuleg en mér virðist eins og það sé búið að breyta þessu í einhverja svona keppni í femínísma.“ 

Sjúkur glæpaheili feðraveldisins

Vísar Jakob þar til viðbragða margra við úrslitum söngvakeppninnar en þar höfðu systurnar Sigga, Beta & Elín betur gegn Reykjavíkurdætrum. Jakob segir að þeir Íslendingar sem noti mikið samfélagsmiðilinn Twitter til tjáskipta hafi tekið úrslitin nærri sér. Minnist hann sérstaklega á viðbrögð Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur kynjafræðikennara sem hann kallar „súper ofur femínista“.

„Hún var mjög ókát og hún taldi að hún [Reykjavíkurdætur: innskot blaðamanns] hefði tapað vegna andstöðu feðraveldisins. Og ég asnaðist til að leggja orð í belg og hoppa út í þessa laug. Ég held mig nú frá Twitter því ég er ekkert sérstaklega vinsæll á þeim slóðum.“

Las Jakob þá upp svar hans á Twitter við færslu Hönnu Bjargar:

„Sjúkur glæpaheili Feðraveldisins er óútreiknanlegur. Hann fær LayLow (af öllum) til að semja lag í Júróið, fær 3 systur til að flytja það í musteri kvenhyggjunnar RÚV, allt til að koma lævísu neðanbeltishöggi á femínismann.“ 

Jakob segir að þetta virðist vera orðinn eins konar útgangspunktur, að keppnin hafi snúist um femínisma, og í kjölfarið hafi fólk farið að réttlæta það að systurnar hafi unnið þar sem lagið væri jú samið af hinsegin tónlistarkonu og flutt af konum af hverjum ein er samkynhneigð. Femínisminn megi því vel við una.

„Síðan hvenær var það í einhverju sama mengi? Lesbíur og femínistar? Ég er algjörlega hættur að skilja þetta, fyrirgefið mér,“ sagði Jakob sem velti fyrir sér hvenær samfélag femínisma hefði runnið saman við hinsegin samfélagið og hvort það væru allir sáttir með þá samsuðu. Hann þorði þó ekkert að fullyrða í þeim efnum.

Veðjaði viskíflösku við sjálfan Einar Bárðason

Hins vegar væri hann sjálfur Eurovision sérfræðingur.

„Einu sinni þá veðjaði ég viskíflösku við sjálfan Einar Bárðarson, sem sigraði nú þessa keppni. Það var þegar Eiki Hauks var. Þeir komu þarna fram með eitthvað svaka heavy metal lag og ég sagði: Einar þetta á eftir að vinna. Hann að sjálfsögðu setti sinn pening á Friðrik Ómar og við veðjuðum upp á viskíflösku og hann þurfti að borga mér hana. Og ég veðjaði á systurnar. Þó að ég sem blaðamaður hefði gjarnan viljað að Reykjavíkurdætur myndu vinna þetta,“ sagði Jakob þar sem meira fjör fylgi Reykjavíkurdætrunum.

„En það sem gerist, er að RÚV er náttúrulega að blóðmjólka Eurovisionþjóðina, láta þau kjósa og kjósa og mann bara svimar við tilhugsunina um hvað sumir kunna nú að hafa eytt í það að hringja inn því það er allt galopið, menn geta bara hring og hringt og hringt.“ 

Græddi meðan aðrir töpuðu

Jakob segir að í tilfellum eins og með Reykjavíkurdætur, þar sem atriði er mjög afgerandi, þá geti einvígið orðið útslagið

„Þá held ég að allir sem veittu hinum lögunum atkvæði sitt, ekki þeim tveimur efstu, hafi svo farið á það lag sem var í öðru sætinu. Það er svolítið svona eðli máls samkvæmt.“ 

Hann ákvað að veðja á systurnar í veðbönkum, lagði undir fimm evrur og endaði með að uppskera.

„Í staðinn fyrir að vera að tapa á því að kjósa í þessu þá græddi ég á því með því að lesa í leikinn.“ 

Jakob tók þó fram að hann hafi líka haldið með Reykjavíkurdætrum enda flott og hresst atriði. Hann er þó að líkindum sáttur með úrslitin, enda náði hann að breyta sínum fimm evrum í 22,5 evrur. Sem verður að þykja nokkuð gott.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu