Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var á dögunum gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres. Í þættinum ræðir hún um samband hennar og Pete Davidson og staðfestir að grínistinn sé með tattú tengd henni, ekki bara eitt heldur nokkur.
Glöggir netverjar tóku eftir því að Pete væri kominn með nafn Kim Kardashian húðflúrað á brjóstkassann, en Kim segir að nafnið hennar sé reyndar ekki tattú heldur brennimerki, þar sem er notað sjóðandi heitt járn til að bókstaflega brenna merki á líkama einhvers.
„Já hann er með nokkur tattú, nokkur sæt sem hann fékk sér. En „Kim“ er ekki tattú heldur brennimerki. Leyfðu mér að útskýra,“ segir Kim þegar hún sér svipinn á Ellen.
„Hann vildi gera eitthvað öðruvísi.“
Hún segir að hann sé með „nokkur“ tattú, hennar uppáhalds er: „My girl is a lawyer.“ En raunveruleikastjarnan er í lögfræðinámi.
Ellen DeGeners er agndofa yfir öllum þessum upplýsingum, þá allra helst að maðurinn hefði látið brennimerkja sig.
Horfðu á viðtalið hér að neðan.