Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian deildi á dögunum fyrstu myndunum af sér og kærasta sínum, Pete Davidson.
Hún birti myndirnar bæði á Instagram og Twitter og tóku glöggir netverjar eftir því að myndirnar væru ekki eins. Kim, eða að öllum líkindum einhver starfsmaður hennar, breytti gólfteppinu á myndunum fyrir Instagram, en deildi óvart óbreyttu myndunum á Twitter.
Raunveruleikastjarnan eyddi myndunum af Twitter en það kom ekki í veg fyrir að myndirnar færu á flug um netheima og gera netverjar mikið grín af stjörnunni fyrir þessi furðulegu mistök.
En eins og einn netverji benti á þá gæti verið að stjarnan hefði viljað breyta myndinni svo fólk gæti ekki giskað á hvaða hóteli þau væru.