fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fókus

Jói Fel fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann – „Var kominn í aðgerð nokkrum mínútum seinna“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 14. mars 2022 10:06

Jói Fel. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bakarinn og listmálarinn Jóhannes Felixson, eða Jói Fel eins og hann er kallaður, fékk verk fyrir brjóstið um helgina og tveimur tímum seinna var hann búinn í bráðaaðgerð. Hann segir frá þessu í færslu á Instagram og þakkar starfsfólki Landspítalans kærlega fyrir.

Veitingamaðurinn segir að dagurinn hefði byrjað eins og venjulega. Hann var í vinnunni en byrjaði skyndilega að svitna og fá mikinn svima.

„[Ég] byrjaði að svitna og fá mikinn svima. Verk í handlegg og svo í brjóstið. Auðvitað hringdi ég í konuna mína sem er hjúkrunarfræðingur og fer hún með mig beint á bráðamóttökuna á Borgarspítalanum þar sem hún vann áður. Var skoðaður fram og til baka og var svo keyrður i sjúkrabíl með blikkandi ljósum á Landspítalann. Var kominn i aðgerð nokkrum mínútum seinna. Þó svo sjúkrahúsin séu full og mikið álag fannst mér eins og ég væri eini sjúklingurinn. Tveimur tímum eftir að ég fann fyrir verkjum var ég búinn i bráðaaðgerð. Þurfti fara í hjartaþræðingu og var CX æðin 100% stífluð sem er víst ein af þessum stóru aðal æðum,“ segir hann.

„En nú er allt í besta lagi og verð ég fljótlega kominn aftur i daglega rútínu. Á Felino er frábært starfsfólk sem sér um allt saman á meðan ég næ mér að fullu. Takk fyrir allar kveðjurnar. En ég held að við ættum að þakka mest okkar frábæra heilbrigðis fólki.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jóhannes Felixson (@joifel)

Sjá einnig: Jói Fel 55 ára og ber að ofan – „Sit uppi með þetta útlit núna“

Jói Fel hefur verið duglegur að leyfa fólki að fylgjast með dvöl sinni á Landspítalanum í Story á Instagram, þá aðallega á matmálstímum. Í gær fékk hann aspassúpu, steiktan fisk og bananabrauð í eftirrétt sem hann borðaði með bestu lyst.

Skjáskot/Instagram @joifel
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Oliver þoldi ekki brjóst sín og fór í brjóstnám – „Ef þetta er það sem lætur þér líða betur, þá gerirðu þetta“

Oliver þoldi ekki brjóst sín og fór í brjóstnám – „Ef þetta er það sem lætur þér líða betur, þá gerirðu þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tom Brady viðurkennir að hafa gert mistök í föðurhlutverkinu

Tom Brady viðurkennir að hafa gert mistök í föðurhlutverkinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“

Mummi fór hjá sér þegar svæsnustu prakkarastrikin voru borin undir hann – „Fokk þetta verður eitthvað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Víðir um veikindin – „Ég varð þunglyndur og átti bara mjög erfitt“

Víðir um veikindin – „Ég varð þunglyndur og átti bara mjög erfitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis

Svona setur þú upp útiseríurnar að hætti Gulla byggis
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn

Vikan á Instagram – Klámstjörnuvandamál og feðradagurinn