Þær Sigga, Beta og Elín Eyþórsdætur sigruðu í úrslitaeinvígi Söngvakeppninnar í gær með laginu Með hækkandi sól. Þar kepptu þær við Reykjavíkurdætur sem fluttu lagið Turn This Around. Systurnar verða því fulltrúar Íslendinga i Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Júróvisíon, sem fer fram dagana 10.-14. maí í Torino á Ítalíu.
Bæði lögin áttu sér dygga stuðningsmenn og margir sem töluðu um hvað það væri til marks um breytta tíma að þarna væri fjöldinn allur af kvenkyns tónlistarfólki að keppa í einvíginu.
Þegar úrslit voru tilkynnt voru hins vegar ýmsir sem fóru yfir um á Twitter, venju samkvæmt, og vildu ýmsir hreinlega fá endurtalningu. Hér er brot af viðbrögðum fólks, en tekið skal fram að það var einnig fjöldi fólks sem var afar sáttur við úrslitin, eðlilega, enda var það meirihluti atkvæða sem gilti.
Sjokkerandi að sjá hversu margir lenntu í því að fá call failed á að hringja í numerið hjá @RVKDTR , heimtum nýja kosningu! #12stig @SongvakArchive
— Guðrún Ósk (@osk_run) March 13, 2022
Afsakið en það kom “call failed” hjá fullt af folki sem vildi kjósa RVK dætur – ég er MJÖG sátt með úrslitin núna en þetta klúður er rugl, komin með nóg af vafa í hvers kyns kosningum
— Lenya Rún (@Lenyarun) March 12, 2022
Fyrirgefiði, var fólkið í Borgarnesi að telja þessu atkvæði? #12stig
— Jóhanna Stefáns (@johannastefans) March 13, 2022
1. Hvar er tölfræðin?
2. Hver hefur eftirlit með framkvæmd keppninnar?
3. Hvað var opið lengi fyrir atkvæði í seinni kosningu?
4. Hversu mörg símtöl komust ekki í gegn eða bárust of seint?#12stig— Jonina Maria (@jonina_maria) March 13, 2022
Ef Vigdís Finnbogadóttir hefði þurft að fara í 2ja manna úrslitaeinvígi árið 1980 þá hefði hún líklega ekki orðið forseti. Scary tilhugsun. #12stig
— Gunnar Andreas Kristinsson (@GunnarAndreasK) March 13, 2022
Oft verið hneyksluð en aldrei svona orðlaus. Ætla ekki að draga úr ágæti sigurlagsins, fínt lag og flottar systur, en hvernig tókst þjóðinni að velja flatt kúrekalag á íslensku í stað öflugs flutnings fullum að boðskap? Vatnið er eitthvað gruggugt!!! #12stig á @RVKDTR
— Bryndis Maria Theo (@bryndismariathe) March 13, 2022
okei ég ætla bara að segja það. þetta er nákvæmlega eins og þegar Lítil skref var kosið í staðin fyrir Í síðasta skipti. Það man ENGINN eftir lítil skref, og allir ennþá að syngja Í síðasta skipti. Þetta var algjört RÁN af þjóðinni. #12stig
— Hildur Woke (@hildurvaka) March 13, 2022
hver hefur eftirlit með kosningunum. fulltrúi sýslumanns ? #12stig
— sourjuls (@sourjuls) March 13, 2022
Er búinn að hlusta þrisvar á nýja framlag okkar í Eurovision en get ekki hummað laglínuna #12stig
— Erlingur Sigvaldason (hot) (@ellivithit) March 13, 2022
Ég skil ekki þessa heift út í niðurstöðurnar í #12stig við erum dottin í svindl og spillingu? Er Trump þá enn forseti eftir allt? Ég vil samt segja að í fyrsta skipti fannst mér bæði lögin í einvíginu flott. Ég held RVK hefðu vakið meiri athygli en Eyþórs will make some magic
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) March 13, 2022
history repeats itself… #12stig pic.twitter.com/vboHaXOYpy
— heimirً (@heimiringi) March 12, 2022
Afsakið en það kom “call failed” hjá fullt af folki sem vildi kjósa RVK dætur – ég er MJÖG sátt með úrslitin núna en þetta klúður er rugl, komin með nóg af vafa í hvers kyns kosningum
— Lenya Rún (@Lenyarun) March 12, 2022