fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fókus

Steve vissi að hann var ættleiddur – Sannleikurinn var ótrúlegri en nokkurn hefði grunað

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 11. mars 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve átti ástríka æsku hjá Steve eldri og Pat.

Steve Carter hafði alltaf vitað að hann hafði verið ættleiddur. Steve Carter hafði verið í hernum, staðsettur í Hawaí og dreymdi hann og Pat konu hans um að eignast börn en aldrei varð Pat ófrísk. Þau ákváðu því að ættleiða og heimsóttu munaðarleysingjahæli í Honolulu og þegar þau rákust á fallegan og fjörugan fjögurra ára dreng var um að ræða ást við fyrstu sýn. Steve hlaut ástríkt uppeldi hjá Carter hjónunum í New Jersey fylki í Bandaríkjunum, stóð sig vel í skóla og átti stóran vinahóp.

Samt sem áður blundaði ávallt i honum löngunin til að vita meira um uppruna sinn. 

Tansin Takeno

Steve gekk í hjónaband upp úr þrítugu og byrjuðu ungu hjónin að ræða barneignir. Barneignatalið jók mjög á löngun Steve til að finna upplýsingar um blóðforeldra sína. Carter hjónin vildu allt til gera að aðstoða en höfðu ekki fengið neinar upplýsingar frá munaðarleysingjahælinu annað en hann var nefndur Tansin Takeno.

Tölvugerða myndin þar sem Steve þekkti sjálfan sig.

Árið 2011 varð sannkölluð fréttasprengja í Bandaríkjunum þegar að kona að nafni Carlina White komst að því að henni hefði verið rænt sem ungabarni af fæðingadeild. Steve var orðinn 35 ára og saga Carlinu varð til þess að hann lagðist í leit að uppruna sínum. Það tók hann ekki lengi að finna myndir af dreng að nafni Marx Panama Barnes á síðunni www.missingkids.com. Önnur var af drengnum sem 6 mánaða ungabarni og hin tölvugerð, eins og talið var að hann hefði litið út sem táningur. 

Steve sagði síðar að hann hefði fengið hroll. ,,Það var enginn vafi, þetta var ég.” 

Leitaði í tvö ár

Charlotte með son sinn. Hún hefur aldrei fundist.

Steve komst að því að hann var fæddur í Hau’ula á Hawaí, sonur Mark Barnes og Charlotte Moriarty, og var hann nefndur  Marx Panama Moriarty Barnes. Charlotte var að mörgu leyti óhefðbundin móðir og og átti það til að hverfa svo dögum skipti og dvaldi þá í hinum ýmsu kommúnum. Hún skilaði sér alltaf aftur heim þar sem eiginmaður hennar beið þolinmóður. Dag einn tók hún Marx lita út í göngutúr en kom ekki til baka. Mark var rólegur fyrstu dagana því Charlotte var vinmörg og áleit hann hana vera í heimsókn hjá einhverjum þeirra. En dagarnir liðu og ekki bólaði á Charlotte né ungabarninu. Mark fylltist ótta og fór til lögreglu sem þegar hóf leit að mæðginunum. Kerra barnsins fannst við strætóstoppustöð en það var sem Charlotte og Marx litli hefðu gufað upp af yfirborði jarðar. Mark leitaði að þeim ljósum logum um allan eyjaklasann næstu tvö árin, án árangur. Á endanum sætti hans við þá hugsun að þau væru að öllum líkindum látin. Það sem Mark vissi ekki var að  sonur hans var á þeim tíma á munaðarleysingjahæli í innan við 50 km fjarlægð frá heimili hans. 

Móðirin sem hvarf

Þrjátíu árum síðar kom sannleikurinn í ljós. Charlotte hafði brotist inn í hús með barnið og þegar eigendurnir komu heim og sáu að Charlotte hafði gert sig heimakomna hringdu þeir umsvifalaust á lögreglu. Charlotte gaf upp röng nöfn á þeim mæðginum, kvað þau heita Charlene og Tansin Takeno, og því fundust engir ættingjar þrátt fyrir ítarlega leit. Hegðun Charlotte varð sífellt undarlegri meðan hún var í umsjón yfirvalda og þegar lögregla gafst upp á að finna aðstandendur var Charlotte send á geðdeild en barninu komið fyrir á munaðarleysingjahæli. Charlotte útskrifaði sig sjálfa af deildinni nokkrum dögum síðar og hefur aldrei fundist síðan.

Steve Carter

Steve fór í DNA próf sem sannaði í eitt skipti fyrir öll að hann var Marx Panama Moriarty Barnes.

Ári síðar komst Steve í samband við föður sinn og hálfsystur, Jennifer, sem var dóttir Charlotte. Charlotte hafði yfirgefið hana og föður hennar þegar hún hitti Mark og varð ófrísk af Steve. Hún var þá átta ára gömul. 

Sennilega hefði Steve aldrei komist af sannleikanum ef ekki hefði verið fyrir Jennifer. Hún hafði aldrei gleymt að hún ætti lítinn bróður sem hafði horfið og hélt alltaf í þá von að hún myndi finna hann aftur. Þegar Jennifer komst á fullorðinsár fór hún til lögreglu og sannfærði þá um að opna málið sem hún fékk í gegn árið 2001. Hún átti þessa einu mynd af litla bróður sínum og varð hún til þess að Steve komst loksins að uppruna sínum. Steve er í dag í góðum samskiptum við líffræðilega ættingja sína en segist ávallt munu líta á Carter hjónin sem sína raunverulegu foreldra.  Charlotte er enn skráð sem týnd og hefur ekkert til hennar spurst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum barnastjarna lést í eldunum í Los Angeles

Fyrrum barnastjarna lést í eldunum í Los Angeles
Fókus
Í gær

Birti gamla mynd af þjóðþekktum mönnum til að sýna breytta tíma – „Bundu bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn“

Birti gamla mynd af þjóðþekktum mönnum til að sýna breytta tíma – „Bundu bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er skjáfíkn raunverulegur sjúkdómur?

Er skjáfíkn raunverulegur sjúkdómur?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Davíð Goði: „Mér datt aldrei í hug að ég myndi missa heilsuna eða standa andspænis dauðanum aðeins 26 ára gamall“

Davíð Goði: „Mér datt aldrei í hug að ég myndi missa heilsuna eða standa andspænis dauðanum aðeins 26 ára gamall“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þessar stjörnur misstu heimili sín í Los Angeles – Mörg þekkt nöfn á listanum

Þessar stjörnur misstu heimili sín í Los Angeles – Mörg þekkt nöfn á listanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bergsveinn var sannfærður um að þessi efni væru stórskaðleg – „En forvitni mín varð sterkari en dómharkan“

Bergsveinn var sannfærður um að þessi efni væru stórskaðleg – „En forvitni mín varð sterkari en dómharkan“