Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sætir nú harðri gagnrýni eftir að hún deildi ráðum til kvenna á framabraut í viðskiptaheiminum, en ráðin fóru eins og eldur í sinu um netheima.
Kim var á dögunum í viðtali hjá Variety ásamt systrum sínum, Khloé og Kourtney og móður þeirra, Kris Jenner. Þær fóru um víðan völl í viðtalinu og ræddu meðal annars um viðskiptaveldi sitt.
Variety birti stutt brot úr viðtalinu þar sem Kim deildi „besta ráðinu sem ég hef fyrir konur í viðskiptalífinu.“
„Standið fokking upp og farið að vinna. Það er eins og engan langi til að vinna þessa dagana,“ sagði hún.
„Þú verður að umkringja þig fólki sem vill vinna. Passa að vinnuumhverfið sé gott þar sem allir elska það sem þeir eru að gera. Ekki eitrað vinnuumhverfi.“
Ekki leið á löngu þar til umrætt myndskeið vakti athygli á samfélagsmiðlum. Netverjar voru fljótir að benda á að Kim, þrátt fyrir að hún hafi ekki alltaf verið eins rík og notið jafn mikillar velgengni og núna, þá hafi hún notið mikilla forréttinda frá fæðingu. Kim er dóttir Robert Kardashian heitins, lögfræðings sem var hvað frægastur fyrir að vera einn af fjórum verjendum ameríska ruðningsmannsins O.J. Simpson þegar hann var ákærður fyrir morð í einu frægasta bandaríska dómsmáli allra tíma.
Þó viðskiptaveldið hafi ekki verið brot af því sem það er núna þá hafði fjölskyldan nóg á milli handanna þegar Kim var að alast upp og segja nú margir netverjar Kim hafi fengið „forskot í lífinu“ og ætti því ekkert með að vera að lesa yfir almenningi um hvernig skuli ná árangri.
Sjáðu nokkur tíst hér að neðan.
It’s probably true that the Kardashians work hard, and Kim seems to have the most hustle of the bunch. But to ignore the pre-career privilege — a famous, uber-rich father & vast LA network that included Paris Hilton at her peak of fame — is tone deaf at best, offensive at worst. https://t.co/0EFAfoqNxS
— Geeta Minocha (@geeta_minocha) March 9, 2022
Not Miss Kimberly who got a BMW at 16 telling me I have to work harder in life https://t.co/Xu9inYVMDg pic.twitter.com/59pSpqijnq
— 𝓡𝓪𝓬𝓱𝓸𝓷𝓲𝓮𝓼 (@TakeItEasyRae) March 9, 2022
I love when people who were born to obscenely rich, highly networked and well connected parents pontificate about importance of work.
— WanderingNomad (@WanderingNoma14) March 9, 2022
Leikkonan og aktívistinn Jameela Jamil gagnrýndi einnig ummæli Kim.
I think if you grew up in Beverly Hills with super successful parents in what was simply a smaller mansion… nobody needs to hear your thoughts on success/work ethic. This same 24 hours in the day shit is a nightmare. 99.9% of the world grew up with a VERY different 24 hours. https://t.co/tvafFIyk92
— Jameela Jamil 🌈 (@jameelajamil) March 9, 2022
Celene Zavala, sem starfar nú sem dagskrárstjóri hjá CNN+, var launalaus nemi (e. intern) hjá Kim.
Höfundurinn og gagnrýnandinn Jessica DeFino er einnig fyrrverandi starfsmaður Kim, hún vann við smáforrit Kim Kardashian árið 2015. Hún greinir frá því að á þeim tíma hafi hún vart haft efni á því að setja bensín á bílinn til að komast í vinnuna og var þar að auki skömmuð fyrir að sinna lausamennsku á vinnustað.
I was an editor on the Kardashian apps in 2015 in LA, worked days nights & weekends, could only afford groceries from the 99 Cents Only Store, called out “sick” more than once bc I couldn’t put gas in my car to get to the office, & was reprimanded for freelancing on the side ❤️ https://t.co/mzvnTomjS3
— Jessica DeFino (@jessicadefino_) March 9, 2022