Ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski birti nokkrar nektarmyndir af sér í tilefni eins árs afmæli sonar síns.
Hún er vön því að vekja athygli á samfélagsmiðlum og er ófeimin að birta djarfar myndir af sér.
Sjá einnig: Var næstum búin að sleppa því að deila myndinni í gær – „Vissi að hún yrði umdeild en þetta er minn líkami“
Sonur hennar, Sylvester Apollo Bear, varð eins árs í gær og fagnaði hún því með því að birta þrjár nektarmyndir af sér, frá því að hún var ólétt, og eina mynd af Sylvester.
Hún óskaði syni sínum til hamingju með afmælið og sér sjálfri til hamingju með „fæðingardaginn“ eða „birth day“, og fagnaði einnig alþjóðlega baráttudegi kvenna.
Ýttu á örina til hægri til að sjá hinar myndirnar.