fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fókus

Barnakór Ísaksskóla tók „Með hækkandi sól“ með Siggu, Betu og Elínu 

Fókus
Fimmtudaginn 10. mars 2022 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnakór Ísaksskóla söng lagið „Með hækkandi sól“ með Siggu, Betu og Elínu, sem syngja það í Söngvakeppni Sjónvarpsins.

„Með hækkandi sól er frábært kórlag,“ segir Björg Þórisdóttir tónlistarkennari og kórstjóri. „Krakkarnir náðu þessu strax þegar ég prófaði það á æfingu hjá þeim og því ótrúlega skemmtilegt að Sigga, Beta og Elín skyldu gefa sér tíma til að koma og taka lagið með þeim.“

Systrunum þremur barst myndbandsklippa af æfingu barnanna í Ísaksskóla þar sem þau voru að taka Með hækkandi sól. „Við bráðnuðum alveg þetta var svo fallegt hjá þeim,“ segir Sigga og bætir við að þetta hafi ekki verið síður skemmtlegt því að þetta sé gamli skólinn þeirra. Systurnar tóku heimsóknina upp á símann sinn og póstuðu á FB síðuna sína.

Laginu hefur verið spáð góðu gengi á ýmsum miðlum bæði hérlendis og erlendis.

Í söngvakeppnisrýni sinni skrifar poppfræðingurinn Arnar Eggert: „Þær syngja náttúrulega eins og englar, eins og þær eiga kyn til, gefa góðu lagi smekkvísi og það er vísir að niði aldanna, séríslenskur vögguvísutónn sem svífur yfir og gerir lagið í senn fornt og nýtt. Hér er að sönnu stíll og klassi yfir og megi þetta framlag fara sem allra lengst.“

Lagahöfundurinn, Lay low segist aldrei hafa átt von á þessum viðtökum og elskar að heyra frá barnakórum sem eru að syngja þetta. „Ég er búin að fá nokkur myndbönd frá börnum sem eru að syngja og manni hlýnar alveg um hjartarætur. Þjóðlagaformið getur verið svo spennandi og kóravænt. Ég hlakka til að sjá fleiri kóra syngja þetta og er einmitt búin að gera gripablað með textanum við lagið eftir að ég fór að fá beiðnir frá kórstjórum,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis

Brooke Shields segir að lýtalæknir hafi framkvæmt „bónus aðgerð“ á kynfærum hennar án samþykkis
Fókus
Í gær

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“

Stefanía segir það gefandi að syngja í jarðarförum – „Erfitt að sjá fólk sem manni þykir vænt um í sárum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konur gera tilraun til að svara þessari áleitnu spurningu – Hvers vegna eru ungir karlmenn komnir lengra til hægri?

Konur gera tilraun til að svara þessari áleitnu spurningu – Hvers vegna eru ungir karlmenn komnir lengra til hægri?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir mótlætið mikilvægt – Óvænt og ófyrirgefanleg uppsögn það besta fyrir ferilinn – „Heimurinn skuldar manni ekki neitt“

Segir mótlætið mikilvægt – Óvænt og ófyrirgefanleg uppsögn það besta fyrir ferilinn – „Heimurinn skuldar manni ekki neitt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástin logaði á hvíta tjaldinu – Ásakanir um kynferðislega áreitni, ofbeldi og einelti loga nú milli stjarnanna

Ástin logaði á hvíta tjaldinu – Ásakanir um kynferðislega áreitni, ofbeldi og einelti loga nú milli stjarnanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komst að leyndarmáli eiginmannsins og ætlar að nota afmæliskortið til að hefna sín

Komst að leyndarmáli eiginmannsins og ætlar að nota afmæliskortið til að hefna sín