fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Tattóveraða táningsstúlkan sem var seld fyrir hest – Mögnuð saga Olive Oatman

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 9. mars 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olive Oatman var aðeins 13 ára táningur árið 1850 þegar Yavapai ættflokkur frumbyggja Ameríku réðst á vagn fjölskyldunnar og drápu foreldra hennar og flestöll systkini. Olive, og systir hennar Mary, voru hinsvegar teknar til fanga og hófst þar með ein makalausasta saga villta vestursins.

Seldar fyrir tvo hesta

Foreldrar Olive höfðu verið í lest vagna sem héldu í átt til fyrirheitna lands mormóna, Kaliforníu. Þegar þau voru komin í Arizona fylki var meðlimum ferðarinnar ráðlagt að halda ekki lengra, því þeirra biðu frumbyggjar sem þekktir voru fyrir að hafa litla þolinmæði gagnvart hvítum landnemum á ferð um lönd þeirra. Allir ákváðu að fresta för sinni nema Oatman hjónin sem héldu ein áfram ferð sinni með hörmulegum afleiðingum.

Olive og Mary voru settar í þrældóm hjá Yavapai, barðar og látnar safna mat og eldiviði frá morgni til kvölds. Lífið var þeim systrum erfitt í rúmt ár en þá voru þær seldar til Mohave ættbálksins og var kaupverðið tveir hestar. Mohave ættbálkurinn var öllu efnaðri en Yavapai og til allrar hamingju fyrir þær systur, mun samúðarfyllri. Höfðingi ættbálksins tók þær inn sem eigin dætur og fékk þeim til eignar lítið hús og garðspildu til að sjá fyrir sér. Þær aðlöguðust alfarið lífsháttum frumbyggjanna og voru húðflúraðar í andliti og á handleggjum að þeirra sið.

Olive grætur Mary systur sína.

Nakin og húðflúruð

Árið 1855 skall á uppskerubrestur og brast á hungursneyð í kjölfarið. Mary dó af hennar völdum og var þá Olive ein eftir. Hún tók sér nafnið ættbálkanafni Oach og lifði í friði og spekt næstu árin. Svo sátt var Olive við sitt líf að í hvert skipti sem hvítir menn komu til að versla við frumbyggjana, faldi hún sig.

Olive var 19 ára gömul þegar fengust af því fregnir að hvít stúlka væri meðal Mohave ættbálksins. Hermenn voru sendir til og kröfðust þeir að þeim yrði afhent stúlkan. Olive faldi sig að venju og meðlimir Mohave neituðu alfarið að þeirra á meðal byggi hvít stúlka. Svo fór þó að þeir urðu hræddir við að hvíti maðurinn myndi einfaldlega útrýma þeim og afhentu með trega tárvota Olive til hersins.

Teikning af meðlimum Mohave ættbálksins.

Hermönnunum mun hafa verið mjög brugðið þegar mikið húðflúruð stúlkan steig fram, í stuttu pilsi einu fata, og duttu hver um annan að finna fatnað sem væri meira við hæfi áður en Olive yrði send til baka í hinn ,,siðmenntaða“ heim.

Bestu ár lífsins

Olive var fljót að átta sig á hvernig hún gæti nýtt sögu sína, bar sig illa, og sagðist hafa liðið þjáningar í þrældómi og ömurð. Ekki voru þó allir að kaupa það, ekki síst þar sem húðflúrin voru trúartákn, gefin virtum meðlimum ættbálksins svo þeir komist heilu og höldnu inn í framhaldslífið.

Svo fór að Olive skrifaði endurminningar sínar nokkrum árum síðar og var þá tónninn afar breyttur. Hún skrifaði um hamingjurík hjá Mohave ættbálknum, ástríka fósturfjölskyldu sína og lýsti yfir söknuði eftir fyrra lífi. Hún hélt reglulega fundi með talsmönnum Mohave ættbálksins í New York og talaði fyrir réttindum þeirra.

Þegar Olive var 28 ára gömul gifist hún nautgripabónda og fluttist til Texas þar sem bjó í kyrrð og ró þar til hún lést af völdum hjartaáfalls árið 1903, 65 ára að aldri. Bærinn Oatman í Arizona var nefndur henni til heiðurs, enda er hennar þar minnst með mikilli hlýju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar

Sagðist hafa „sónað út“ þegar eiginmaðurinn sagði brandara um líkama hennar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“