fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fókus

Bíóbær í kvöld – „Ef að klósettið mitt stíflaðist þá hringdi ég í Hilmar Oddsson leikstjóra“

Fókus
Miðvikudaginn 9. mars 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndaþátturinn Bíóbær, sem er í umsjón þeirra Gunnars Antons Guðmundssonar og Árna Gests Sigfússonar, er á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar í kvöld kl.20.

Í þætti kvöldsins spjalla félagarnir um kvikmyndina The Lost City með Söndru Bullock, Channing Tatum og Brad Pitt í aðalhlutverkum, japönsku óskarstilnefningamyndina Drive My Car sem og þýska kvikmyndahátíð í Bíó Paradís

Meðal þeirra mynda sem sýndar eru á hátíðinni er þýska kvikmyndin Dear Thomas sem er óður til rithöfundarins Thomas Brasch. Bendir Árni Gestur á að Brasch hafi skemmtilega tengingu við Ísland en hann fór með lítið hlutverk í kvikmyndinni Tár úr steini eftir Hilmar Oddsson frá árinu 1995.

Gunnar Anton kemur þá með enn skemmtilegri tengingu en hann bendir á að Hilmar sé einmitt fyrrverandi leigusali hans. „Ef að klósettið mitt stíflaðist þá hringdi ég í Hilmar Oddsson leikstjóra,“ segir Gunnar Anton og hlær. Hann tekur síðan fram að það hafi þó blessunarlega aðeins gerst einu sinni og Hilmar hafi sannarlega reddað málunum.

Sjá stiklu úr þætti kvöldsins:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi

Sagðist ætla að sænga hjá öllum þessum pöbbum – Kom upp um sig í þessu myndbandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þór Tulinius opnar sig um erfiðleika: „Líf dóttur minnar gengur út á að lifa af frá degi til dags“

Þór Tulinius opnar sig um erfiðleika: „Líf dóttur minnar gengur út á að lifa af frá degi til dags“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“