fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Sakamál: Rebecca var ung og ástfangin þegar hún var myrt á hrottafengin hátt – ,,Þú skuldar mér morgunmat“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 5. mars 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 15 ára gamla Rebecca Aylward var glöð og spennt þegar hún spratt á fætur á heimili sínu í bænum Aberkenfig í Bretlandi eldsnemma að morgni laugardagsins 23. október árið 2010.  Hún blés á sér hárið, eyddi löngum tíma í að ná förðuninni hárréttri og fór í nýju fötin sem hún hafði keypt í tilefni dagsins. Rebecca var að fara á stefnumót.

Rebecca Aylward

Hún átti aldrei eftir að koma heim aftur.

Stóra ástin

Rebecca hafði verið á föstu með skólabróður sínum og jafnaldra, Joshua Davies, í þrjá mánuði þegar hann sleit sambandinu í janúar 2010 og fann sér nýja kærustu. Rebecca var afbragðs námsmaður, átti fjölda vina, og dreymdi um frama sem lögmaður. En hún var einnig feimin og rólynd, ólíkt hinum ofursvala og vinsæla Joshua sem var hennar fyrsta og stærsta ást í lífinu. Joshua var myndarlegur strákur og vissi vel af því. Fjölskylda hans var vel efnuð, mun meira svo en einstæð móðir Rebeccu, hann klæddist merkjavöru, ók glæsibifreiðum og var afbragðs íþróttamaður. Joshua var einnig kurteis og kom vel fyrir eins og  Sonia, móðir Rebeccu, rifjaði síðar upp.

Rebecca hafði vart trúað eigin heppni að fanga auga Joshua og Sonia tók þessum kurteisa og prúðbúna pilti, syni kirkjurækinna foreldra sem voru stólpi samfélagsins, fagnandi inn á heimilið.

Fundurinn í skóginum

Þrátt fyrir að vera í sárum fann Rebecca sér annan kærasta. Hjarta hennar tilheyrði þó alltaf Joshua og þegar hann hafði samband við hana og bað hana um að segja kærastanum upp, hlýddi hún umsvifalaust í þeirri von um að þau myndu aftur taka saman. Hún var því himinlifandi þegar hún tilkynnti Soniu að Joshua hefði beðið hana að hitta sig í skóginum utan við heimabæ þeirra. Skógurinn var vinsæll meðal unglinga sem oft fóru þangað á stefnumót og til að skemmta sér og stunda kelerí. Sonia vissi vel hve hrifin Rebecca var af Joshua og samgladdist dóttur sinni.

Eftirlitsmyndavél sýndir Rebeccu fara inn í skóginn kl. 12:30. Það var í síðasta skipti sem hún sást á lífi. 

Grín eða alvara?

Joshua Davies

Það sem Rebecca vissi ekki var að fljótlega eftir sambandsslitin hafði Joshua byrjað að ræða við vini sína um að hann langaði til að myrða hana. Hann dreifði einnig illgjörnum sögum um hana í skólanum, sögum sem Rebecca hafði tekið nærri sér en ekki haft grun um að kæmu frá kærastanum fyrrverandi.

Vinir Joshua tóku lítið mark á endalausum spekúlasjónum um hvar og hvernig hann ætlaði að myrða Rebeccu og komast upp með það. Hann íhugaði að eitra fyrir henni og gekk svo langt að verða sér úti um hina baneitruðu náttskuggajurt sem hann þó hætti við að nota. Vinir Joshua tóku lítið mark á honum og töldu morðtalið bara enn eitt dæmi um þann svarta húmor sem einkenndi hann. Þeir tóku þátt í láta sér detta í hug aðferðir við morðið og hvöttu jafnvel Joshua til að láta verða af því. Síðar sóru þeir að um grín hefði verið að ræða, þeim hefði aldrei komið til hugar að Joshua myndi láta af því verða að myrða stúlku sem aldrei hafi gert neitt á hans hlut.

,,Þú skuldar mér morgunmat“

Litli bróðir Rebeccu dáði Joshua

 Joshua og vinir hans höfðu fyrir sið að fara alltaf í morgunmat á sama veitingahúsið á laugardagsmorgun og í þeim hittingum var Joshua tíðrætt um áætlun sína að myrða Rebeccu. Eitt skiptið sem þeir félagar sátu að snæðingi spurði Joshua vinina hvað þeir myndu gefa honum ef hann léti verða af morðinu og svaraði einn þeirra í hálfkæringi að hann veðjaði morgunverði, með auka vöfflum og beikoni, ef Joshua léti verða af morðinu. Laugardaginn 23. október borðuðu strákarnir saman að venju en í lokin stóð Joshua upp og sagði glottandi að nú væri komið að því.

Hann hélt út í skóg og síðar um daginn fékk félagi hans textaskilaboð sem í stóð: ,,Ekki segja neinum, en þú skuldar mér morgunmat”

Sonia varð óróleg þegar Rebecca skilaði sér ekki heim en huggaði sig við að hún væri þó í öruggum höndum með prýðispiltinum Joshua. 

Tebolli yfir sjónarpinu

Rebecca átti allt lífið framundan

Joshua hafði þá myrt Rebeccu og meira að segja hringt í vin sinn til að koma og skoða líkið. Vinurinn sagði síðar við réttarhöld að hann hefði fengið svo mikið sjokk að honum hefði ekki einu sinni dottið í hug að hafa samband við lögreglu. Þeir héldu heim á leið og hóf Joshua að fylla samfélagsmiðla af fjarvistarsönnunum auk þess að fá sér tebolla með fjölskyldunni yfir sjónvarpinu. Hann sendi einnig textaskilaboð í síma Rebeccu til að láta svo líta út að hann hefði aldrei hitt hana yfir daginn.

Þegar kvölda tók hafði hún samband við Joshua sem ekkert vildi kannast við að hafa hitt dóttur hennar en sagðist miður sín yfir hvarfinu. Sonia hafði samband við lögreglu og fannst illa farið lík Rebeccu í skóginum snemma næsta morgun. 

Hljóð brotinna höfuðkúpu

Joshua á leið í dómsal

Joshua hafði þá montað sig af því við vini sína að hafa slegið Rebeccu í hnakkann með grjóthnullungi. Rebecca var tæplega 160 sentimetrar á hæð og innan við 40 kíló en lést þó ekki við fyrsta höggið. Hann lýsti í smáatriðum öskrum hennar og hljóðunum sem heyrðust þegar höfuðkúpan brotnaði við næstu högg.

Sonia sagði lögreglu að dóttir hennar hefði farið að hitta Joshua og var hann handtekin hið snarasta. Hann kastaði hins vegar sök á vininn sem aftók með öllu að hafa komið nálægt morðinu. 

Sturluð stjórnsemi

Joshua gaf aldrei skýringu á morðinu en margir töldu að ástæðuna vera að Rebecca hefði fundið nýjan kærasta eftir að hann sagði henni upp. Slík var stjórnsemi hans í garð Rebeccu að hann gat ekki hugsað sér að hún byrjaði með öðrum strák. 

Árið 2011 var þá 16 ára Joshua Davies dæmdur í lífstíðarfangelsi með möguleika á lausn eftir 14 ára vist. Sonia og systkini Rebeccu Aylward hafa þegar hafið baráttu fyrir að honum verði aldrei sleppt.

Joshua Davies neitaði að hafa framið glæpinn allt til 2018 þegar hann loksins játaði morðið á Rebeccu Aylward. Hann hefur aldrei sýnt iðrun. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna