fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Lína Birgitta og Gummi Kíró opna sig um sambandið og upphaf þess – „Ég þurfti að hringja í vin“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 2. mars 2022 12:11

Mynd/Instagram @betrihelmingurinn_

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurparið Lína Birgitta Sigurðardóttir og Guðmundur Birkir Pálmason eru nýjustu gestir Ásgríms Geirs Logasonar í hlaðvarpsþættinum Betri Helmingurinn með Ása.

Lína Birgitta er áhrifavaldur og athafnakona sem rekur eigið fyrirtæki, Define The Line. Guðmundur Birkir, kallaður Gummi Kíró, er kírópraktor og eigandi Kírópraktorstöðvar Reykjavíkur. Hann nýtur einnig vinsælda á Instagram og mikill áhugamaður um tísku og merkjavörur.

Fyrst vinir svo par

Lína og Gummi voru vinir áður en þau urðu par. Þau kynntust í ræktinni en kunningi Gumma var að þjálfa Línu.

„Hún lenti í bílslysi fyrir einhverjum árum og hann vissi að hún þyrfti að fara að hitta mig hvað það varðar, svo hann kallaði í mig og kynnti okkur. Svo eftir það kom hún stuttu seinna í meðhöndlun hjá mér. Og þannig byrjuðum við að kynnast,“ segir Gummi.

„En ekkert þannig,“ segir Lína og bætir við að þau hefðu bæði verið í öðrum samböndum á þessum tíma, svona hafi þau einfaldlega kynnst.

„Við urðum strax vinir, félagar,“ segir Gummi.

Gummi Kíró og Lína Birgitta í París. Mynd/Instagram @gummikiro

Aðspurður hvenær rómantíkin byrjaði að blossa lýsir Gummi því hvernig þetta var fyrir hann.

„Ég skildi árið 2019 og allt það, sem var auðvitað erfitt og svoleiðis. En ég man hvað varðar Línu, ég var á leiðinni austur á Hornafjörð að vinna einhverja helgina og var eitthvað byrjaður að hugsa um hana á þennan hátt og eitthvað svona […] Á leiðinni heim, en heimferðin var um fimm tímar, þá gat ég ekki hætt að hugsa um hana. Allt í einu fann ég einhvern hita í hjartanu, einhver svona tilfinning bara. Ég kom heim, klukkan orðin tólf, vinna daginn eftir, drulluþreyttur […] en ákvað að senda á hana skilaboð,“ segir Gummi.

Lína segir að skilaboðin hefðu verið mjög settleg. „Ég spurði bara hvort hún vildi koma á stefnumót, ég er mjög gamaldags,“ segir Gummi.

„Ég sendi henni skilaboð og sá að hún „seen-ar“ mig. Síðan líða fimm mínútur og allt í einu 45 mínútur og ég bara fokk. Ég er svo mikill rútínumaður, ég verð að fara að sofa á réttum tíma.“

Gummi fór að sofa. „Svo var svarið komið þegar ég vaknaði daginn eftir,“ segir hann.

„Já, ég þurfti að hringja í vin,“ segir Lína og hlær.

„Má ég kyssa þig?“

Lína segir frá skemmtilegu augnabliki á fyrsta stefnumótinu þeirra.

„Það var búið að vera ógeðslega næs. Svo kom hann að mér þegar við vorum við matarborðið, færði sig nær og horfði á mig og spurði: „Má ég kyssa þig?“ Hann var ekkert að henda sér bara í mig,“ segir Lína og hlær.

„Ég er svo mikill herramaður, ég þarf bara að spyrja fyrst,“ segir þá Gummi.

Lína svaraði spurningu hans játandi og var þetta þeirra fyrsti koss. „Ég held að þetta sé svona augnablik sem situr í mér, mér finnst þetta segja svo mikið um hann,“ segir Lína.

Mynd/Instagram @gummikiro

Leiðinlegar og ljótar athugasemdir

Bæði Lína og Gummi eru mjög þekkt hér á landi, athafnakonan hefur verið það í talsvert lengri tíma en Gumm, og voru það því viðbrigði fyrir hann að venjast því að vera meira í sviðsljósinu eftir að þau byrjuðu saman.

Kírópraktorinn viðurkennir að hann les stundum athugasemdakerfi á samfélagsmiðlum, eins og við fréttir um það á Facebook.

„Það sem ég gæti sagt um það að ég hef stundum rennt í gegnum það, fæ það sent og þetta er eitthvað sem maður ósjálfrátt gerir. Mér finnst stundum ótrúlegt hvað fólk getur verið grimmt,“ segir Gummi.

„Maður fær sjokk, að manneskjan skuli hafa sagt þetta opinberlega á Facebook. En samt 90 prósent er allt í lagi, en það eru alltaf þessu tíu prósent sem [fara yfir strikið].“

Mynd/Instagram @gummikiro

Aðspurð hvort þau taki þetta nærri sér segist Gummi stundum verða sár.

„Af því að ég meina aldrei neitt neikvætt eða illt, ég er heldur ekki þannig að ég vil að öllum líki vel við mig […] ég er ekki sár út af því, því ég er bara alltaf ég sjálfur. En þegar það verða svona [grimmar athugasemdir], eins og einhver sé að reyna að vera ljótur, svoleiðis grimmd skil ég ekki.“

Gummi rifjar upp þegar hann lenti í fyrsta sinn í leiðindum á netinu.

„Lína var náttúrulega vön þessu, en ég sá að það var einstaklingur að pota í mig – og ég bara sendi henni skilaboð. Ég var svo ósáttur við þetta og gat ekki setið undir þessu. Það endaði með því að þessi manneskja hringdi í mig og bað mig afsökunar og sagði bara: „Fyrirgefðu Gummi, þetta er bara því ég er ógeðslega afbrýðisöm og finnst þú alltaf vera að gera eitthvað skemmtilegt og ég er bara minni maður fyrir að hafa skrifað þetta, ég ætla að taka þetta niður og vil biðja þig innilega afsökunar.“ Fólk er bara fólk, það er mannlegt og gerir mistök. Þannig að ég held að það sé allt í lagi fyrir fólk sem er hinum megin við borðið átti sig á því að við séum mannleg,“ segir hann.

Þau segjast bæði vera mjög þakklát fyrir öll fallegu skilaboðin og athugasemdirnar sem þau fá.

Þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Þau fara um víðan völl í viðtalinu og ræða meðal annars um hvernig Gummi kynnti Línu fyrir börnunum sínum þremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram