fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fókus

Sjö ára aðalleikkonur gerðu allt tryllt á tvöfaldri frumsýningu

Fókus
Þriðjudaginn 1. mars 2022 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldusöngleikurinn Langelstur að eilífu var frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu um helgina. Um tvöfalda frumsýningu var að ræða og gleðin í hámarki, bæði hjá áhorfendum og aðstandendum sýningarinnar. Verkið byggir á vinsælum verðlaunabókum Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur sem tók einnig þátt í að skapa leikmynd verksins og teiknaði fjölda teikninga sem birtast á sviðinu. Leikgerð og leikstjórn er í höndum Bjarkar Jakobsdóttur sem tekist hefur að skapa töfrandi og einlæga sýningu sem kitlar hláturtaugarnar. Þá eru í sýningunni sex frumsamin lög eftir Mána Svavarsson og dilluðu frumsýningargestir sér í sætunum frá upphafi til enda sýningarinnar. Fjöldi barna leikur í verkinu og eru aðalleikkonurnar tvær ekki nema sjö ára gamlar. Nína Sólrún Tamimi lék á laugardaginn og Iðunn Eldey Stefánsdóttir steig á svið daginn eftir. Stelpurnar eru í skýjunum eftir frábæra sýningarhelgi þar sem þær fengu loks að uppskera eftir fjögurra mánaða þrotlausa vinnu.

„Það var gaman að sýna fyrir framan fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt,“ segir Nína Sólrún glöð í bragði. „Mér finnst svo gaman að sýna. Svo kemur besta vinkona mín á næstu sýningu.“ Krakkarnir hafa æft daglega síðustu vikur en sýna nú hverja helgi og snúa aftur til hversdagslífsins á virkum dögum. „Það er skrítið og skemmtilegt að mæta aftur í skólann. Þótt það sé gaman að hitta skólafélagana þá sakna ég þess að hitta ekki vini mína í leikritinu eins oft og áður,“ segir Nína Sólrún einlæg.

Iðunn Eldey segir frumsýninguna hafa gengið mjög vel og er spennt fyrir komandi sýningarhelgum. „Við krakkarnir fórum í keilu eftir sýningu, fengum köku og tókum margar myndir. Það er samt mjög gaman að mæta aftur í skólann því það eru svo skemmtilegir dagar í þessari viku,“ segir Iðunn og vísar þar til bollu-, sprengi- og öskudagsins.

Mótleikari þeirra Nínu og Iðunnar er enginn annar en sjálfur Siggi Sigurjóns, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar. Þá leika einnig í verkinu þau Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Ásgrímur Geir Logason ásamt tíu börnum til viðbótar. Hefur hópurinn myndað með sér mikinn og sterkan vinskap enda ferlið orðið töluvert lengra en áætlað var, vegna covid-tafa. Næstu sýningar eru uppseldar en hægt er að nálgast miða á tix.is.

  1. Nína Sólrún Tamimi hlakkar til að fá bestu vinkonu sínu á næstu sýningu.
  2. Iðunn Eldey Stefánsdóttir var stolt eftir vel heppnaða frumsýningu.
  3. Björk Jakobsdóttir, leikstjóri verksins ásamt Lárusi Vilhjálmssyni, framkvæmdarstjóra Gaflaraleikhússins og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, höfundi verksins.
  4. Langelstur-bækurnar hafa slegið í gegn og eru nú komnar á svið í stórskemmtilegum fjölskyldusöngleik.
  5. Þau Magnús Geir, Salka, Íris Dögg og Björn stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.
  6. Björk Jakobs ásamt danshöfundinum Chantelle Carey.
  7. Kolbrún leikur í sýningunni og mætti fjölskylda hennar til að styðja hana úr salnum.
  8. Eyja og Rögnvaldur í leir- og leiklistarformi.
  9. Óli Gunnar og Hrannar Þór voru í stuði.
  10. Rebecca, Hildur og Helga voru ánægðar með frammistöðu sína í sýningunni.
  11. Árni Gunnar og Nína Sólrún fögnuðu saman.
  12. Foreldrar litlu leikaranna héldu ræðu og þökkuðu aðstandendum sýningarinnar fyrir að halda vel utan um börnin á æfingartímanum.
  13. Gleðin skein úr hverju andliti.
  14. Tveir barnahópar skiptast á að leika í verkinu.
  15. Siggi Sigurjóns, Bergrún Íris og Björk Jakobs hafa öll verið útnefnd bæjarlistamenn Hafnarfjarðar og leiða hér saman hesta sína í glæsilegri sýningu.
  16. Eftir sýningu tóku við ræðuhöld og myndatökur.
  17. Júlíana Sara leikur mömmu Eyju og kennarann og smellti af baksviðs.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Garðar segir að hjartaáfallið árið 2019 hafi ekki dugað til en síðan small eitthvað – „Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt“

Garðar segir að hjartaáfallið árið 2019 hafi ekki dugað til en síðan small eitthvað – „Ástæðan af hverju ég er í bata í dag er þrennt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Sjáðu beinar útsendingar í gegnum tv.garden

Fræðsluskot Óla tölvu: Sjáðu beinar útsendingar í gegnum tv.garden