fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Endurreisn boðorðanna tíu boðaði dómsdag – Barnaþrælkun og fjöldamorð í Uganda

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 27. febrúar 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1989 klauf hópur fólks sig úr kaþólsku kirkjunni í Úganda og stofnaði eigin söfnuð sem boðaði komandi dómsdag til handa öllum þeim sem ekki hlýddu Drottins orði. Hópurinn kallaði sig Endurreisn boðorða guðs en endalokin reyndust vera nær safnaðarmeðlimum en þeim hefði nokkurn tíma órað.

Credonia var í beinu sambandi við æðri máttarvöld að eigin sögn.

Bardama og pólitíkus

Kibweter var virtur fræðimaður.

Yfir Endurreisninni ríktu þau Joseph Kibwetere, sem áður hafði starfað við opinbera stjórnsýslu, og bardaman og predikaradóttirin Credonia Mwerinde. Fljótlega bættist Joseph Kibwetere í hópinn, sjarmerandi guðsmaður og pólitíkus með doktorsgráðu frá Bandaríkjunum. Ógnarstjórn Idi Amin, AIDS faraldur og endurtekin hneyksli innan kirkjunnar höfðu ollið því að úganska þjóðin var brotin og leitandi á þessum árum og aðkoma Kibwetere, sem var afar virtur fræðimaður, gaf söfnuðinum virðingarstimpil sem skilaði sér í stórauknum hópi fylgjenda.

Öll kváðust þau hafa fengið vitranir frá Maríu mey, Jósef og Jesú Kristni sem boðuðu komu dómsdags þann 31. desember 1999. Aðeins þeir sem lifðu algjörlega eftir boðorðunum tíu myndu komast hjá því að steikjast til eilífðar í vítislogum.

Böð og kynlíf bannað

Þorp hinna 10 boðorða.

Hópurinn óx hratt og laðaði til að mynda að sér presta og nunnur sem höfðu fallið í ónáð hjá kaþólsku kirkjunni. Meðlimir urðu að láta allar veraldlega eigur í hendur forystumanna safnaðarins sem keyptu land þar sem meðlimir voru látnir rækta ananas og banana nótt sem nýtan dag, einnig börnin. Credonia stjórnaði með harðri hendi eftir skipunum sem bárust henni frá Maríu mey í gegnum leynilegt ,,símakerfi”, aðeins aðgengilegu Credoniu. Meðlimum var bannað að baða sig og stunda kynlíf, þurftu að þola langar föstur og stunda bænagjörð klukkustundum saman ella var þeim refsað harðlega.

Safnaðarmeðlimum var skipað að lifa alfarið eftir orðum Jesú Krists, nánar tiltekið boðorðunum tíu. Svo langt var gengið í að fylgja boðorðunum að með tímanum hætti fólk nánast alfarið að tala vegna hræðslu við að brjóta óvart níunda boðorðið (Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum). Þess í stað var notast við táknmál

Barnaþrælkun og varnræksla

Hópurinn tók sér búsetu á jörð fjölskyldu Kibwetere en eftir því sem fjölgaði í söfnuðinum jókst spennan á milli safnarleiðtoganna og fjölskyldumeðlima sem höfðu fengið nóg af sérkennilegri og sífellt furðulegri  hegðun hópsins og þá einna helst leiðtoganna.

Leiðtogar safnaðarins.

Grátbað fjölskyldan Kibwetere um að losa sig við söfnuðinn og sameinast þess í stað fjölskyldu sinni en hafnaði hann beiðninni og yfirgaf heimilið, meðal annars eiginkonu sína og börn, árið 1992 ásamt fylgjendum.

Tók hópurinn sér nú bólfestu á gullfallegu svæði í vesturhluta landsins og stofnaði sitt eigið þorp sem þau skýrðu til heiðurs Maríu Mey. Þegar þarna var við sögu komið voru á milli tvo og fjögur þúsund sálir í söfnuðinum sem byggðu hús, kirkju og skóla auk þess að útbúa gríðarstóra akra til ræktunar. Yfirvöld höfðu náið auga á söfnuðinum sem þau grunuðu um barnaþrælkun, vanrækslu og jafnvel barnarán en aldrei tókst að sanna nein lögbrot.

Dómsdagur nálgast

Skelfilngin í kirkjunni..

Árin liðu og brátt fór að líða að dómsdegi. Árið 1999 birti dagblað viðtal við táning í söfnuðinum þar sem hann hvatti fólk til að iðrast synda sinna og sameinast söfnuðinum til bjargar sálu sinni. Spennan í þorpinu jókst þar sem safnarmeðlimir biðu dómsdags og þegar líða tók að áramótum voru allar eigur hópsins seldar, dýrum slátrað eða þau seld, vinna lögð niður og endalokanna beðið við syndajátningar og bænahald.

Og frestast

En aldamótin komu og fór án þess að nokkuð bólaði á dómsdegi. Safnaðarmeðlimir urðu órólegir, efasemdarmenn hófu að kalla eftir skýringum frá leiðtogunum og kröfðust sumir að þeim yrði fengnar aftur eigur sínar svo þeir gætu yfirgefið hópinn. Forystusauðirnir svöruðu því til að María mey hefði haft samband og tilkynnt frestun dómsdags fram til 17. mars árið 2000 og voru fyrrverandi nunnur voru sendar í nálæg þorp til að boða nýja dagsetningu og hvetja fólk til að sameinast hópnum.

Dyrnar negldar aftur fyrir íkveikju

Þann 17. mars heyrðu íbúar nálægra þorpa gríðarlega spreningingu og þustu í Maríuþorpið. Fyrst mætti íbúunum skelfileg lykt af brunnu holdi og þegar nær kom blöstu við brunnin lík manna, kvenna og barna. Þegar yfirvöld mættu á svæðið varð þeim ljóst hvað gerst hafði. Fólkið hafði verið kallað saman í kirkjuna, dyrnar negldar aftur og kveikt í. Líkamsleifar um 530 manna sem farist höfðu í eldsvoðanum fundust, þar af tæplega 100 barna.

Fjöldi líka fannst í nokkrum fjöldagröfum.

Rannsókn leiddi í ljós að Kibwetere hafði fest kaup á 50 lítrum af brennisteinssýru daginn fyrir brunann og hafi hún verið notuð við íkveikjuna.

Þúsund manns í valnum

Lögreglan hóf leit að öðrum safnarmeðlimum og fundust hundruðir líka næstu dagana í fjöldagröfum á landsvæðum í eigu samtakanna. Við krufningu kom í ljós að fólkinu hafði verið byrlað eitur auk þess að vera stungið. Flestir höfðu látið lífið um þremur vikum fyrir eldsvoðann. Talið var að traustustu fylgismennirnar hefði myrt fólkið og framið síðan sjálfsvíg að skipan safnaðarleiðtoganna sem munu hafa óttast mjög uppreisn ef enginn yrði dómsdagurinn 17. mars.

Þegar upp var staðið höfðu 924 lík fundist en útilokuðu yfirvöld ekki að um fleiri fórnalömb gæti um verið að ræða.

Á flótta

Fyrst var álitið að leiðtogarnir hefðu farist með fylgismönnum sínum en bráðlega gáfu sig fram vitni sem fullyrtu að hafa séð Kibwetere dagana eftir eldsvoðann. Að rannsókn lokinni tilkynntu yfirvöld að þau væru þess fullviss að bæði Kibwetere og Credonia Mwerinde væri á lífi og á flótta.

Fólk var afar slegið við líkfundina.

Næstu árin gáfu sig öðru hvoru fram vitni sem fullyrtu að hafa séð þau skötuhjú hist og her um  Afríku. Aldrei tókst þó að hafa hendur í hári þeirra og enn þann dag í dag er ekki vitað um afrif þeirra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun