fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Gwen og Cathy vildu meiri spennu í kynlífið – Morðleikur í Michigan

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 26. febrúar 2022 20:00

Gwen Graham og Cathy Wood.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1979 gekk hin 17 ára gamla og barnshafandi Cathy í hjónaband með manni að nafni Ken Wood í bænum Grand Rabids í Michigan fylki í Bandaríkjunum. Hjónabandið var langt frá því að vera gott og Cathy leið ekki vel í móðurhlutverkinu. Hún fór að loka sig af, vanrækti barnið og blés upp í rúm 200 kíló að þyngd. Ken hvatti hana til að fara út á vinnumarkaðinn og árið 1985 hóf Cathy störf sem við aðhlynningu á hjúkrunarheimilinu Alpine Manor. 

Cathy Wood.

Með tennur í skjóðu

Ári seinna hóf hóf hin 23 ára gamla Gwendoline ,,Gwen“ Graham störf á hjúkrunarheimilinu. Hún var þá nýflutt í bæinn frá Texas þar sem hún hafði alist upp á sveitabæ hjá foreldrum sem ólu börn sín upp í þeirri trú að snerting eða gæska gerði börn ,,veiklynd”. Hún var ágætis námsmaður en hélt sig til hlés og rifjuðu kennarar hennar upp síðar að þeir hefðu aldrei séð Gwen brosa. Hún þótti furðuleg og gekk til dæmis alltaf með tennur heimilishundsins í skjóðu en hún hafði grafið hann upp eftir að faðir hennar skaut dýrið. 

Cathy hafði verið sett yfir í að kenna nýjum starfsmönnum til verka á hjúkrunarheimilinu og fundur þær hvor í annarri þá athygli og vináttu sem þær hafði dreymt um. Sambandið þróaðist fljótlega yfir í ástarsamband, Gwen hafði loksins fundið einhvern sem dáði hana og Cathy var svo uppnumin yfir nýju ástinni að kílóin fór að hrynja af henni og hóf hún að stunda bari og klúbba bæjarins. Hún skildi einnig við Ken hið snarasta. Cathy og Gwen sóru aftur á móti hvor annarri ást til dauðadags. Gwen var mun reynslumeiri en Cathy, ekki síst á sviði kynlífs, og tók smáman við stjórntaumunum í sambandinu. Cathy fylgdi eftir í blindri hollustu.

Morðleikurinn

Báðar nutu þær þess að stunda gróft kynlíf og var það vani Gwen að kæfa Cathy þar til hún missti meðvitund. Cathy lét sér vel líka en að því kom að Gwen tilkynnti að hún þyrfti meiri spennu í sambandið og í október 1986 sagði hún Cathy frá þeirri hugmynd sinni að myrða sex heimilismenn hjúkrunarheimilisins.

Gwen Graham.

Gwen hafði nefnilega fundið upp á þeim ,,leik” að myrða fólk með upphafsstafi sem mynduðu orðið MURDER. Cathy hélt í fyrstu að Gwen væri að grínast en svo reyndist ekki vera og samþykkti Cathy að vera á verði meðan að Gwen myrti fyrsta íbúann. Ekki gekk þó fyrsta tilraunin vel þar sem gamla konan með upphafsstafinn M barðist af krafti og náði að bera Gwen af sér. Merkilegt má telja að morðtilraunin var hvergi skráð og voru bæði Gwen og Cathy með afbragðs ummæli sem starfsmenn auk þess að vera vel liðnar af heimilisfólki. Ákváðu þær að falla frá morðleiknum en einbeita sér þess í stað að því að myrða konur sem væru of hjálparvana til að geta varist þeim. Í janúar 1987 læddist Gwen inn í herbergi aldraðrar konu sem þjáðist af Alzheimer sjúkdómnum og kæfði með þvottaklút. 

Cathy stóð á verði og eftir morðið læstu þær sig inn í þvottaherbergi til að stunda kynlíf, ölvaðar af spennu. Svo mjög nutu þær morðsins að þær áttu eftir að endurtaka leikinn að minnsta kosti fjórum sinnum fram í apríl sama ár. Eða oftar, enginn veit fyrir víst fjölda fórnarlamba Gwen og Cathy.

Cathy Wood. Myndin til vinstri er tekin við handtökuna en sú hægri um það leyti sem henni var sleppt úr fangelsi.

Hreyktu sér af minjagripum

Þær tóku upp á því að monta sig af morðunum við samstarfsfólk en flestir álitu að hér væri enn og aftur um að ræða sjúka kímnigáfu Gwen og Cathy.  Gwen stal einnig munum frá konunum sem hún geymdi sem mynjagripi; armband, vasaklút, nælu og jafnvel falskar tennur. Að minnsta kosti þrjár samstarfskonur sáu gripina í íbúðinni sem Gwen og Cathy bjuggu í en tengdu þá samt sem áður ekki við dauða gömlu kvennana. 

Með vorinu fór Gwen að krefjast því að Cathy tæki meiri þátt í morðunum í stað þess að standa aðeins á verði, ellegar myndi hún slíta sambandinu. Cathy fékk sig ekki til að myrða gamla konu og sambandið tók að liðast í sundur. Í apríl flutti Gwen aftur til Texas ásamt nýrri ástkonu. Hún sagði síðar að hún hefði verið að flýja Cathy sem hefði bundið hana fasta og hótað með byssu. Báðar lugu þær aftur á móti svo mikið að lögreglu að erfitt er að vita hvað nákvæmlega fór morðingjunum á milli.

Vildi grýta barni gegnum rúðu

Fangelsismynd af Gwen. Hún mun deyja á bakvið múrana.

Í ágúst 1987 játaði Cathy fyrir fyrrverandi eiginmanni sínum þátt sinn í morðunum. Ken fór umsvifalaust á fund lögreglu. Lögregla átti bágt með trúa frásögninni, um fjörutíu heimilismenn höfðu látist á hjúkrunarheimilinu það sem af var árs og voru öll dauðsföllin skráð af náttúrulegum orsökum. Hafin var rannsókn og á endanum þótti fullvíst að fórnarlömb morðkvendanna hefðu verið fimm konur á aldrinum 60 til 97 ára en hugsanlega fleiri. 

 Gwen og Cathy voru handteknar og starfsfólkið á Alpine Manor rifjaði upp gort kvennanna svo og sjúka minjagripasafnið. Stigu samstarfsfkonurnar í vitnastúku hver á fætur annarri.

Cathy snerist gegn ástkonu sinn í dómssal.

Cathy Wood gerði samning um að vitna gegn fyrrum ástkonu sinni, játaði sinn þátt í morðunum,  og slapp þannig við ævilangan dóm. Þess í stað var hennir gert að sitja 20 til 40 ár í fangelsi. Í vitnisburði hennar kom fram að Gwen hefði gert tilraun til að myrða fimm konur til viðbótar en ekki tekist ætlunarverk sitt. Cathy sagði ennfremur ástæðuna fyrir játningunni á ódæðunum hafi verið ótta um að Gwen myndi halda áfram morðum á sínum nýja vinnustað, spítala þar sem hún hafði meðal annars umsjón með ungabörnum. Að sögn Cathy hafði Gwen ítrekað lýst yfir löngun til að grýta barni í gegnum gluggarúðu. 

Þann 2. nóvember 1989 var Gwen Graham dæmd til sex lífstíðardóma. Hún mun aldrei fá frelsið.

Cathy Wood var sleppt úr fangelsi í janúar 2020. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun