Stjörnukírópraktorinn og áhrifavaldurinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, svaraði skemmtilegum spurningum á Instagram á dögunum.
Fylgjendur hans fengu að kynnast áhrifavaldinum betur, eins og hvað uppáhalds vínið og maturinn hans sé, hvað lætur honum líða vel og hvernig hann viðheldur fersku útliti. Hann deildi því einnig hvernig hann er ef hann fær sér aðeins of mikið að drekka af kampavíni og rauðvíni.
Gummi er mikill áhugamaður um vín og þegar kemur að því að nefna þrjú bestu vínin sem hann hefur smakkað segir hann: „Sassicaia 2008, Gaia Dragomis 2012, Solaia 2006.“
„Mig langar að halda vínkvöld heima hjá mér fyrir áhugasama í haust þar sem vínáhugamenn/konur og vínsérfræðingar hittast og smakka frábær vín. Þeir sem hafa áhuga á því og vilja komast á listann mega endilega senda mér skilaboð,“ segir hann þegar hann er spurður hvenær fólk kemst að í vínkennslu hjá honum.
Uppáhalds maturinn hans er fullkomlega eldaður þorskhnakki og að sjálfsögðu „eitthvað geggjað vín með.“
Gummi Kíró er ein skærasta stílstjarnan á Íslandi um þessar mundir og er þekktur fyrir einstakan smekk.
Sjá einnig: Gummi Kíró fer yfir hvað er „inni og úti“ í tísku
Hann segir vanmetnasta tískumerkið vera COS. „Ég er mjög mikið í fötum frá COS, elska efnin, snið og litina.“
Hann viðurkennir einnig að það sé mikill kostnaður í að viðhalda tískuáhugamálinu.
Aðspurður hvernig hann heldur áfram að líta svona vel út svarar Gummi einfaldlega: „Ég hugsa vel um húðina mína, æfi reglulega, borða frekar hollt (e. healty-ish), og næri sál mína með rauðu víni og kokteilum.“
Sjá einnig: Svona hugsar Gummi Kíró um húðina – Snyrtivörurnar sem eru alltaf í veskinu
Gummi deilir því hvernig hann er í „aðeins of mörgum glösum.“
„Það gerist stundum þegar ég hef drukkið aðeins of mikið af kampavíni og rauðvíni sama kvöldið. Ég verð með mjög svartan húmor og hætti ekki að blaðra,“ segir hann.
Gummi sigrar allt með ást að hans sögn þannig þegar kemur að því að nefna einn Íslending sem hann myndi vilja kýla þá nefnir hann engan á nafn. Hann segir þó: „En ef það er einn ákveðinn, þá vita þeir sem vita.“
Gummi er „briefs“ en ekki „boxer“ maður.
Hann dreymir um að ferðast til Miami, Feneyja og Istanbúl.
Dýrustu kaupin sem hann sér eftir er Range Rover Sport.
Á óskalistanum hans er teppi frá Hermes.
Það sem gefur honum „instant“ vellíðunartilfinningu er að vera með börnunum sínum.
Hann er Bogmaður