fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Erpur um umdeilda línu í vinsælu lagi – „Ég hringdi í hann úr stúdíóinu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 24. febrúar 2022 21:30

Erpur Eyvindarson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erpur Eyvindarson rappari er nýjasti gestur Begga Ólafs í hlaðvarpinu 24/7. Í þættinum fer tónlistarmaðurinn um víðan völl, hann segir meðal annars frá því hvað fólk misskilur mest hvað hann sjálfan varðar, sem er að hann sé „algjör rugludallur“. Hann segir að hann sé vel upp alinn maður með prinsipp og er engin rugludallur á þeim sviðum lífsins sem það skiptir máli.

„Ég er alveg rugludallur á ákveðnum sviðum, þar sem má vera rugludallur. En allt sem skiptir máli, þá er ég bara mesti prinsipp-maður sem þú getur fundið,“ segir hann.

„Það er hollt fyrir mig og fara og tala af einhverju viti við og við, þess vegna eru hlaðvörpin helvíti snjöll, af því svo fer ég á knæpu og þá kemur svona eldra lið: „Ég hélt þú værir alveg nautheimskur fáviti.“ Nei segi ekki alveg svona, en það er alveg gott að fólk átti sig á því að ég kem bara af þannig fólki að það er ekki séns, sama hvað mig langar til að vera fáviti, þá er ég það bara ekki. Það er bara umhverfið og uppeldið mitt gerir það að verkum. Ég myndi segja að það væri stóri misskilningurinn held ég, en það eru örugglega fleiri.“

Erpur ræddi við Begga Ólafs í 24/7. Skjáskot/YouTube

Aðspurður hver sé hans óvinsæla skoðun segist Erpur spá lítið í því hvað sé óvinsælt og hvað ekki.

„Ég held þetta snúist allt um að vera með mjög skýra réttlætiskennd. Ég er alinn upp af góðu fólki […] Það að til dæmis að börn væru ekki að vinna í námum, það þótti argasti kommúnismi að vera á móti því […] Það var mjög óvinsæl skoðun á þeim tíma […] Þannig óvinsælt, það er rosalega erfitt, ég segi fullt af hlutum. Það eru hlutir sem ég segi [sem ég trúi að sé sannir] og ég bakka það upp rosa mikið á því, ef það eru ekki fórnarlömb af þínum athöfnum þá er það réttlætanlegt fyrir mér,“ segir hann.

Hringdi í Heimi Má fyrir útgáfu lagsins

En þegar fólk „móðgast fyrir hönd annarra?“ „Það er bæði og. Það að einhver taki upp hanskann fyrir einhvern sem getur ekki tekið upp hanskann, það finnst mér sjálfsagt. Eins og varðandi valdaminna fólk […] Að taka upp hanskann er alltaf mjög virðingarvert. En ég veit líka alveg að það er lið sem er í þeim bransa að vera eitthvað að gera vesen,“ segir Erpur og nefnir dæmi.

„Gott dæmi, þegar ég gerði lagið „Elskum þessar mellur“ – það er bara mesta þemalag fyrir að vera ekki að drusluskamma, enda töluðum við Gauti um að við værum báðir mellur. Í textanum þá segi ég: „Ég fæ meiri anal en Heimir Már á góðum degi,““ segir Erpur.

Heimir Már Pétursson er fréttamaður á Stöð 2. Hann var framkvæmdastjóri Gleðigöngunnar og Hinsegindaga frá 2000-2011.

„Það var einhver sem móðgaðist fyrir hans hönd, fannst þetta vera rosa mikið mál. Ég hringdi í Heimi Má úr stúdíóinu skilurðu, og spurði [hann]. Hann er að vestan skilurðu. Hann var bara: „Þetta er geggjað maður!“ Svo kemur einhver kjökrandi sem þekkir hann ekki neitt og veit ekkert hvernig fólk talar saman.“

Hann ræðir um orðanotkun frekar og meðal annars n-orðið og notkunin á orðinu „faggi“ í vinsælum texta hans á mínútu 1:04:22.

Hlustaðu á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu