Leikkonan Julia Fox kemur sér til varnar eftir að viðtalsbútur úr hlaðvarpinu „Call Her Daddy“ hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.
Framburður hennar á kvikmyndatitlinum „Uncut Gems“ hefur vakið mikla kátínu hjá netverjum. En rekja má þennan sérkennilega framburð til þess að hún var, að eigin sögn, undir áhrifum kannabis í viðtalinu.
i’m just walking around saying Uncut Jaayms, having a nice morning pic.twitter.com/v8S9YjLOME
— haley o’shaughnessy (@HaleyOSomething) February 14, 2022
Julia var í mánaðarlöngu, en mjög opinberu, sambandi með rapparanum Kanye West. Þau eru nýlega hætt saman en áður en leiðir þeirra skildu fór hún í viðtal hjá Alex Cooper í þættinum „Call Her Daddy“.
Aðspurð hvort hún liti á sig sem andagift (e. muse) Kanye svaraði hún:
„Já, smá, kannski. Ég meina ég var andagift Josh Safie þegar hann skrifaði „Uncut Gems.““
Viðtalsbúturinn fór á flug um netheima og keppast netverjar um að leika Juliu eftir eða endurgera myndbandið. Page Six tók saman nokkur myndbönd og skrifaði leikkonan sjálf við færsluna:
„Guð minn góður, ég var freðin, látið mig vera!!! Hahahahaha.“ [Innsk. blaðamanns: Freðin er orð sem er oft notað yfir það að vera undir áhrifum kannabis.]
Hér að neðan má sjá meira úr viðtalinu þar sem Julia ræðir um samband hennar og Kanye.