fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fókus

Erna nakin á kraftmikilli mynd – „Núna vil ég deila með ykkur þegar ég ströggla“

Fókus
Fimmtudaginn 17. febrúar 2022 11:02

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt sem Ernuland, birtir fallega mynd á Instagram og deilir með henni mikilvægum skilaboðum um líkamsímynd á meðgöngu.

Erna er guðfræðingur, áhrifavaldur, rithöfundur og ötul talskona fyrir jákvæða líkamsvirðingu. Hún er ólétt af tvíburum og gengin 27 vikur á leið. Fyrir á hún soninn Leon Bassa sem er sjö ára.

Talskonan hefur verið ófeimin að deila eigin reynslu af átröskun og baráttu sinni sem skilaði henni á þann stað sem hún er á í dag.

En eins og með svo margt annað er jákvæð líkamsímynd ekki línulegt ferli og viðurkennir Erna að hún sé að upplifa neikvæðar hugsanir varðandi líkama sinn á meðgöngu. Hún útskýrir nánar í pistli sem hún birti á Instagram í gær.

Þegar Erna varð ólétt af Leon Bassa var hún með virka átröskun sem hún segir hafa farið í dvala yfir meðgönguna.

„Ég upplifði algjört frelsi. Ég elskaði hvern einasta krók og kima og ég elskaði að stækka með barninu. Ég fékk reglulega athugasemdir á kúluna, það virðist vera fastur liður í ferlinu. Ég var rosalega stór eða rosalega nett, það virtist algjörlega fara eftir sjálfsmynd manneskjunnar sem kommentaði; hvernig kúlan mín leit út. En ég man að ekkert af þessum kommentum triggeraði mig. Ég var í frjálsu falli sjálfsástar og ekkert náði til mín,“ segir hún. En sagan er önnur í dag.

„Sem er furðulegt. Ég vinn við að boða jákvæða líkamsímynd. Ég hef fundið svo fallegt samband við líkamann minn og öðlast skilyrðislausa ást gagnvart musterinu sem ber mig uppi. Af hverju er þetta öðruvísi? Ég finn að ég er með „complexa“ gagnvart kúlunni. Ég hef gripið mig í hugsunum þar sem kúlan er ekki nægilega svona eða of mikið svona. Ég fæ reglulega að heyra að ég sé mjög nett að framan og aftan. Svona eins og ég sé bara með eitt barn,“ segir hún og bætir við að þaðan kemur hennar stærsti ótti.

„Minn versti ótti snýr að því, að ég sé bara að ímynda mér allt þetta og auðvitað sé ég ekki svo heppin að vera með tvö þarna inni, eða auðvitað kom að því að annar þeirra hætti að vaxa. Þetta eru erfiðar tilfinningar sem ég deili með mörgum fjölburamæðrum. Kannski er það ástæðan fyrir neikvæðri líkamsímynd á meðgöngunni? Meðgöngusykursýkin er einnig heldur betur að triggera gamlar átröskunar hugsanir, ætli það sé því ekki enn mikilvægara að ég hef gengið í gegnum þessa fallegu vegferð sem jákvæð líkamsímynd er?“ Spyr Erna og segir að í dag sé hún þó meðvituð um þetta.

„Ég hef alltaf deilt með ykkur þeim stundum sem ég mastera jákvæða líkamsímynd og núna vil ég deila með ykkur þegar ég ströggla í gegnum nýjar tilfinningar.“

Þú getur lesið pistillinn í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kanye West segist glíma við einhverfu – Bianca opnaði augu hans

Kanye West segist glíma við einhverfu – Bianca opnaði augu hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmi fannst óþægilegt að Meghan var alltaf að faðma hann

Vilhjálmi fannst óþægilegt að Meghan var alltaf að faðma hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vala um systurmissinn – „Það var ótrúlegt að alast upp með henni og mín mesta gæfa“

Vala um systurmissinn – „Það var ótrúlegt að alast upp með henni og mín mesta gæfa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Melania er meira en bara konan bak við Trump – „Hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn“

Melania er meira en bara konan bak við Trump – „Hún er mjög góð í að koma jafnvægi á manninn sinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Klámstjarnan segir að svona geti karlar drepið allan losta á einu augabragði

Klámstjarnan segir að svona geti karlar drepið allan losta á einu augabragði