fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fókus

Hætt að nota klósettpappír

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 14. febrúar 2022 17:00

Channon Rose - Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum klámstjarnan Channon Rose deildi á dögunum myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hún segist ekki lengur nota hefðbundinn klósettpappír.

„Ég kaupi ekki lengur klósettpappír, við notum endurnýtanlegan klósettpappír,“ útskýrir hún í myndbandi sem hún birti á miðlinum. „Sumu fólki gæti fundist það ógeðslegt en við erum með skolskál [e. bidet] og notum endurnýtanlega klósettpappírinn eiginlega bara til þess að þurrka okkur.“

Rose, sem er í dag nokkuð vinsæll áhrifavaldur á TikTok og fleiri miðlum, segist vera að reyna að minnka rusl á heimilinu með því að nota ekki hefðbundinn klósettpappír. Hún notar heldur ekki einnota tíðarvörur þegar hún er á blæðingum. Auk þess er hún og fjölskyldan hennar hætt að nota tannkrem í túpu en þau notast þess í stað við tannkrem í töfluformi.

Margir fylgjendur Rose lýstu yfir aðdáun sinni á því hversu umhverfisvæn hún er, þó voru ekki allir alveg á sama stað þegar kemur að endurnýtanlega klósettpappírnum. „Ég myndi fá áfall ef ég væri gestur heima hjá þér og myndi ekki sjá neinn klósettpappír,“ segir til að mynda einn netverji í athugasemd við myndbandið.

Þá voru aðrir netverjar sem veltu fyrir sér hreinleika þess að notast ekki við klósettpappír. Rose benti þá á að í raun er þetta hreinlegra en að nota klósettpappír þar sem verið er að skola en ekki bara þurrka.

Hún segir svo að hún sjái alltaf til þess að það sé til venjulegur klósettpappír á heimilinu fyrir gesti svo fólki sem er boðið í heimsókn til hennar þurfi ekki að hafa óþarfa áhyggjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber og vilja að hann leiti sér hjálpar

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber og vilja að hann leiti sér hjálpar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum

Hafþór Júlíus lagði alla verðlaunagripina að veði til að ná hefndum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?

Aðdáendur í áfalli yfir minnkandi ummáli stjarnanna – Er Ozempic að taka yfir Hollywood?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin

Afmælið breyttist í martröð sekúndu eftir að þessi mynd var tekin
Fókus
Fyrir 3 dögum

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með