Eftir aðeins eina viku verður lokaþáttur Verbúðarinnar sýndur. Það þýðir auðvitað að sá næstsíðasti var sýndur á RUV í gærkvöldi. Hann bar heitið Kóngar og drottningar, og hafði til að bera allt sem þarf í góðan þátt; kynlíf, heimabruggað áfengi og dauða. Eða eins og RUV lýsti þættinum: „Teymið hittist allt til að gera upp málin yfir aðeins of mörgum drykkjum.“
Eins og áður hvetjum við fólk til að hætta að lesa strax ef það hefur ekki séð nýja þáttinn.
Kjartan hafði áhyggjur af velferð Sveppa í upphafi þáttar. Það var líka full ástæða til.
Kemur eitthvað fyrir Sveppa í dag? #verbúðin
— Kjartan (@Kjartans) February 6, 2022
Enn og aftur níðst á Sveppa #Verbúðin
— Guðmundur Egill (@gudmegill) February 6, 2022
þarna setti #verbúðin nýtt íslands og heimsmet í hversu fljótt er ælt í byrjun sjónvarpsþáttar 47,5 sekúndur
Bíðum eftir staðfestingu frá Heimsmetabók Guineess— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) February 6, 2022
Margir höfðu beðið spenntir eftir lögum kvöldsins. Þau ollu engum vonbrigðum.
Loksins kemur Þorparinn!! Best #verbúðin
— Gústi (@gustichef) February 6, 2022
Högurður tekur upp hanskann fyrir vesalings kvótakóngana og kvótadrottningarnar
Nei nú gengur þetta of langt! Kvótakóngar myndu aldrei brjótast inn í kirkju og mála brjóst á Jesú …bara stela brauði af sveltandi börnum í Namibíu! #Verbuðin
— Halldór Högurður (@hogurdur) February 6, 2022
Við fengum ráðlagðan dagskammt af typpum í þætti gærkvöldsins.
Allir á Bibbanum #verbúðin
— dóri Sævarsson (@halldoringi) February 6, 2022
….og Edduverðlaunin í ár fyrir bestu hópnekt í einu fara til #verbúðin
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) February 6, 2022
Hafsteinn er búinn að horfa núna á sjö þætti og er loksins að tengja.
Loksins tengir maður við eitthvað í #verbúðin. Landi í plastflösku með rauðum tappa.
— Hafsteinn Árnason (@h_arnason) February 6, 2022
Af hverju getum við ekki bara öll verið vinir?
Íslenskt kvótakerfi í hnotskurn:
„Auðvitað getur þjóðin ekkert átt fiskinn saman”. #verbúðin— 🫑Heiða🫑 (@ragnheidur_kr) February 6, 2022
Miðaldra hvítir karlmenn voru fyrirferðamiklir á níunda áratugnum. Hvað hefur breyst?
Hvítir miðalda menn ráða öllu #verbúðin
— Eva Dögg Guðmundsd. (@evagudm) February 6, 2022
Svo margir miðaldra+ menn 🙄#verbúðin
— Steinunn🦩 (@SteinunnVigdis) February 6, 2022
Helgi kveikti á perunni sem margir voru með slökkt á
Það að sonur Níels heitins Ársælssonar hafi leikið forseta Fiskiþings í Verbúðinni er eitt lúmskasta en jafnframt besta “cast” íslenskrar kvikmyndasögu. #verbúðin #Bjarmi pic.twitter.com/jU0xAEYdYG
— Helgi Seljan (@helgiseljan) February 6, 2022
Bimma mundi vel að Gói er sonur fyrrverandi biskups.
Gói að brjótast inn í kirkju…. #verbúðin
— Bimma THE ONE AND ONLY (@geimryk) February 6, 2022
Hún er algjörlega húkkt
#verbúðin pic.twitter.com/gvTMrPmciB
— Bimma THE ONE AND ONLY (@geimryk) February 6, 2022
Síðan kom sorgin
Núna vil ég ekki horfa á næsta þátt😭😭😭 #verbúðin
— Lilja Karen (@liljakaren97) February 6, 2022
Ég er miiiiiiður mín, með tárin í augunum og ekkert framundan nema fokking óveður! #verbúðin
— Fyrsta Valkyrjan á Íslandi (@BrynhildurYrsa) February 6, 2022
Þetta atriði í #verbuðin tekur mig tilbaka í Ísafjarðarhöfn…… þessi blái andlitslitur er ekta.
— Karl Steinar (@carlsteinar) February 6, 2022
Gegnumblár kvótakóngur, telst það Strumpareffi eða pólitískur?#Verbuðin
— Halldór Högurður (@hogurdur) February 6, 2022
Fokk #Verbúðin vá fokk! 😰
— Fannar Swift 🧣 (@fannarapi) February 6, 2022
Ég er í sjokki #verbúðin
— Kristey (@KristeyBabyyy) February 6, 2022