fbpx
Föstudagur 20.desember 2024
Fókus

Gruggrokksveitin Ormar gefur út lag – Aftur á bak

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. febrúar 2022 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svokallað gruggrokk (e. grunge) naut mikilla vinsælda á tíunda áratug síðustu aldar. Meðlimum hljómsveitarinnar Ormar þykir tímabært að setja gruggrokkið aftur í öndvegi og hafa nú gefið út hressilegt rokklag sem ber heitið „Aftur á bak“.

Hljómsveitina skipa þau Elvar Bragi Kristjónsson (gítar og söngur), Hörður Þórhallsson (bassi og söngur) og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir (trommur). Þau hófu að spila saman undir lok ársins 2020 og voru dugleg að stíga á svið síðastliðið ár við góðar undirtektir rokkunnenda landsins.

Bumbubolti vatt upp á sig

Hörður og Elvar eru æskuvinir frá Höfn í Hornafirði. Þeir þróuðu með sér ástríðu fyrir gruggrokki á unglingsárum sem hefur fylgt þeim síðan. Eftir langa pásu kom upp sú hugmynd þeirra á milli að hittast nokkur kvöld í viku og spila saman. Þá vildu þeir spreyta sig á lögum eftir hljómsveitir á borð við Nirvana, Alice in Chains, Soundgarden og Smashing Pumpkins.

„Hugmyndin var að þetta yrði einskonar bumbubolti tónlistarmannsins,“ segir Hörður. „Það var kominn þrosti í rokkhjartað sem þurfti að svala.“

Þeir fengu því til liðs við sig trommarann Sólrúnu Mjöll og þar með voru Ormar fullkomnaðir. Eftir að hafa tekið örfáar æfingar saman byrjaði hljómsveitin loks að semja eigin tónlist og þá var ekki aftur snúið.

Frumburðurinn heitir Aftur á bak

Fljótlega eftir að hljómsveitin var stofnuð átti Elvar Bragi leið í hljóðfæraverslun þar sem hann hugðist versla sér bassamagnara. “Eftir góða verslunarferð geng ég hinsvegar út úr búðinni með appelsínugulan rokkgítar,” segir Elvar. Eftir það fór hann heim og spilaði á gítarinn klukkustundum saman á meðan konan hans horfði á RuPaul’s Drag Race í sjónvarpinu. “Riffið kom til mín á meðan ég horfði á nágranna minn fara út með ruslið spilandi á gítarinn.” segir Elvar. Ormar þróuðu lagið saman í kjölfarið, en lagið er jafnframt það fyrsta sem þau fullvinna sem hljómsveit.

Þegar dyrnar opnast

Þessa stundina er lítið um tónleikahald og viðburði sökum sóttvarnaaðgerða, en Ormar vonast eftir að komast á svið sem allra fyrst.

Þau munu gefa út annað lag í byrjun mars og fjögurra laga smáskífu í byrjun apríl og því nóg framundan hjá hljómsveitinni.

Hægt er að fylgjast með Ormum hér:

 

Hlusta á „Aftur á bak“ á Spotify:

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Í gær

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Í gær

Íslendingar ósáttir – „Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður“

Íslendingar ósáttir – „Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður“
Fókus
Í gær

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snerting Baltasars Kormáks á stuttlista Óskarsverðlaunanna 2025

Snerting Baltasars Kormáks á stuttlista Óskarsverðlaunanna 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir tilboðsstríð í Hollywood vegna kynlífsmyndbanda Diddy

Segir tilboðsstríð í Hollywood vegna kynlífsmyndbanda Diddy