fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Innlit í villtu veröld Bhad Babie – Byrjaði á frasa hjá Dr. Phil og sló síðan sölumet OnlyFans

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 4. febrúar 2022 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danielle Bregoli, eða Bhad Babie eins og hún er kölluð í dag, var þrettán ára þegar hún öðlaðist frægð á einni nóttu í kjölfar þess að hún kom fram í spjallþætti Dr. Phil ásamt móður sinni. Hún var titluð sem „vandræðaunglingur,“ sögð vera „erfið í skapinu“ og „alltaf til vandræða.“

Eftir þáttinn var hún send á búgarðinn Turn-About Ranch, sem var fyrir vandræðaunglinga. Hún, ásamt fjölda fyrrverandi vistmanna búgarðsins, hefur nú stigið fram og greint frá ofbeldi sem hún var beitt á meðan dvöl hennar stóð og auk þess harðlega gagnrýnir hún Dr. Phil harðlega fyrir að senda hana og hina unglingana á þennan stað.

Danielle Bregoli hjá Dr. Phil.

Í þættinum kom hún með frasann fræga: „Cash me outside, how ‘bout dat?“ og sló í gegn nánast yfir nóttu. Í kjölfarið sankaði hún að sér frægð og frama í gegnum samfélagsmiðla og tónlist.

Þegar hún varð átján ára stofnaði hún OnlyFans-síðu og græddi eina milljón bandaríkjadollara, eða 126 milljónir króna, á fyrstu sex klukkutímunum og sló þar með öll sölumet OnlyFans.

Veröld hennar er vægast sagt kaótísk og hefur alltaf verið svo.

Erfið æska

Danielle átti erfiða æsku. Móðir hennar, Barbara Ann, ól hana ein upp en faðir hennar yfirgaf þær þegar Danielle var smábarn.

Hún og móðir hennar rifust heiftarlega og oft þróuðust rifrildin út í slagsmál. Hún viðurkenndi á sínum tíma: „Ég er frekar ofbeldisfull. Ég kýldi hana því hún vildi ekki láta mig í friði. Ég er annaðhvort að brjóta niður hurðina hennar eða hún að brjóta niður mína hurð. Ég hætti ekki fyrr en ég sé dæld í hurðinni.“

Móðir hennar sagði hegðun Danielle vera ástæðuna fyrir því að þær mæðgur enduðu í spjallþætti Dr. Phil.

Dr. Phil

Danielle og móðir hennar voru gestir í þættinum og vonaðist Barbara til að finna lausn á vanda dóttur sinnar.

Unglingsstúlkan viðurkenndi að hafa tekið kreditkort móður sinnar án leyfis og einnig að hafa stolið bifreiðum.

Eins og fyrr segir vakti þátturinn gríðarlega athygli og hefur klippa úr þættinum fengið tæplega 50 milljónir áhorfa á YouTube, en hana má sjá hér að neðan.

Frasinn „cash me outside, how bout dat?“ sló í gegn og kom Danielle á kortið.

Tónlistarferill

Danielle gaf út sitt fyrsta lag ári seinna og varð yngsti kvenkyns rapparinn til að komast á Billboard Hot 100 listann með lagið sitt „These Heaux.“

Hún tók upp listamannanafnið Bhad Babie og hefur síðan þá unnið með stærri listamönnum eins og Kodak Black. Hún gaf út sína fyrstu plötu þegar hún var 15 ára og hefur síðan þá gefið út nokkrar smáskífur og tónlistarmyndbönd.

Umdeild og gagnrýnd

Danielle væri ekki á þeim stað sem hún er í dag ef hún væri ekki umdeild. En það er það sem kom henni á kortið og veldur því að hún endar reglulega á milli tannanna á fólki.

Hún komst í fréttirnar árið 2018 þegar hún hellti drykk yfir ástralska rapparann Iggy Azalea í partýi og varð það að sannkölluðum skandal.

En það sem hún hefur örugglega hvað mest verið gagnrýnd fyrir undanfarin tvö ár, er að vera hvít kona sem viljandi reynir að líta út fyrir að svara svört,eða „blackfishing“, sem og menningarnám (e. cultural appropriation).

Samfélagsmiðlar og OnlyFans

Bhad Babie nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum og er með yfir 16 milljónir fylgjenda á Instagram. Hún varð átján ára í mars í fyrra og stofnaði OnlyFans-síðu í apríl. Henni tókst að slá sölumet OnlyFans, en hún græddi yfir 126 milljónir á fyrstu sex klukkutímunum.

Hún er enn virk á OnlyFans og í lýsingunni á síðu hennar stendur: „18 ára. Þetta er orðið enn villtara. Sendið mér skilaboð, ég er hér öll kvöld að svara.“

Mánaðaráskrift kostar um þrjú þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum