Það er kominn tími til að naga neglurnar, eins og var svo mikið í tísku á áttunda áratugnum, því það eru bara tveir þættir eftir af Verbúðinni. Í gærkvöldi var sjötti þátturinn sýndur á RUV og bar hann heitið „Í öfugum nærbuxum.“
Áhorfendur voru að missa sig á Twitter og sem fyrr mælum við ekki með lestri ef þú átt eftir að horfa á þáttinn.
Fannar gat ekki leynt hrifningu sinni.
#Verbúðin er besta íslenska sjónvarp sem getir verið skapað! Hver einasti þáttur er overdose af afþreyingu! 😍
— Fannar Swift 🧣 (@fannarapi) January 31, 2022
Jón var aldeilis til í smá stuð þegar bjórinn kom. Ekki margir sem geta leikið þennan dans eftir.
Beðið var um gif. Gifiði svo vel. @SteinunnVigdis@annelibjorns pic.twitter.com/3zxEeAkKEf
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) January 30, 2022
Gísli Örn hefur mögulega fundið upp klikkaðasta dansmúv síðan #Verbuðin pic.twitter.com/dbYllHdv44
— svanhildur (@ASvanhildur) January 30, 2022
Eitt besta rifrildi íslenskrar sjónvarpssögu átti sér stað í kirkjunni fyrir framan prestinn
Hef aldrei trúað leiknu rifrildi jafn mikið og því á milli Hörpu og Gríms í þættinum í kvöld #verbúðin
— Hekla Steinarsdóttir (@heklasteinars) January 31, 2022
Er það toxic ef ég segi að ég þrái smá að rífast svona við einhvern? #verbúðin
— Heiður Anna (@heiduranna) January 30, 2022
Þetta var svo geggjaður þáttur. Uppáhaldsatriðið mitt þetta eldheita, gegnheila og ákafa rifrildi í upphafi þáttar #verbúðin
— Tinna Sigurðardóttir (@Tinntinnabuli) January 30, 2022
Best skrifaða rifrildi íslenskrar kvikmyndagerðar. #verbúðin
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) January 30, 2022
Eitt það fyndnasta sem ég hef séð/heyrt:
Grímur: „með kvótann í annarri hendi og tittlinginn á Jóni í hinni“#verbúðin— Kristey (@KristeyBabyyy) January 30, 2022
Sunnudagar #verbúðin
Hljóð á pic.twitter.com/hbmMsefYNb— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) January 30, 2022
Krakkarnir voru skildir eftir með nokkrar vídeóspólur á meðan mamma og pabbi fóru í ferðalag. Allt eins og það á að vera
Muniði lyktina af vídjóspólu hulstrunum? #verbúðin
— Henrý (@henrythor) January 30, 2022
Og við fengum lag.
Þröstur Leó og lag úr Eins og skepnan deyr sett í gang. Djúpu tengingarnar. #verbúðin
— Teóríubangsi (@Rafauga) January 30, 2022
Er hægt að hlusta á Önnur sjónarmið án þess að tárast… 😭 #verbúðin
— Birna Anna (@birnaanna) January 30, 2022
Glöggt er gests augað. Þessi var ekki lengi að sjá líkindi með göngugarpinum Reyni Pétri og Forrest Gump.
wait – Iceland had its own Forrest Gump back in the 80s???? #verbúðin
— Spoopy Katak Tiemz…!! (@Bobcluness) January 30, 2022
Þorsteinn Már var kynntur til sögunnar. Hann heitir samt Gunnar Már í þættinum.
#Verbuðin https://t.co/ueSWrtuzwF pic.twitter.com/paaZ5hUDnC
— Styrmir B. (@StyrmirBar) January 30, 2022
Líkindin #Verbuðin pic.twitter.com/wxk92C2Ej7
— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) January 30, 2022
#Verbuðin pic.twitter.com/StXAJfTFv7
— Tómas Árni Ómarsson (@TomasArni) January 30, 2022
Þorsteinn Már mættur til að kaupa. #verbúðin
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) January 30, 2022
#verbúðin pic.twitter.com/xAtQbq0v5Y
— Kári Þrastarson (@karithrastarson) January 30, 2022
„Er þetta frétt?“ Vakstjórinn á fréttastofu RUV var ekki alveg sammála gamla DV blaðamanninum og kallaði það bara slúður að fjalla um aflandsreikninga og reiðufé í frystinum sem ekki var búið að borga skatta af.
Já aflandsreikningar eru náttúrulega ekki fréttnæmir. #verbúðin
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) January 30, 2022
Var að horfa á Verbúðina í Sarpinum. Margt gott. En magakýlingin sem fréttastofa RÚV fékk var best #verbúðin
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) January 30, 2022
„Hver er fréttin?“ #verbúðin
— jon (@jonr) January 30, 2022
Hver saknar ekki tíkallasímanna og þess að þurfa að slíta mikilvægu símtali því þú ert ekki með meira klink á þér?
Sakna þess að geta skotist upp í Rauðhóla til að taka prívat símtal #verbúðin pic.twitter.com/6tbJr6cVi4
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) January 30, 2022
Pabbarnir voru kallaðir til bjargar hjónabandinu. Og orðspori fjölskyldunnar. Og flokknum! Mömmurnar sátu prúðar hjá.
Er þetta bókstaflega feðraveldið? #Verbuðin
— Gauti Páll (@JonssonGP) January 30, 2022
Í forsvari fyrir Flokkinn 😤 #verbúðin
— Henrý (@henrythor) January 30, 2022
Þetta eru mjög sannfærandi fyrrverandi leiðtogar Framsóknarflokksins #verbúðin
— Hans „kósí í bergmálshelli“ Hansen (@HansAMHansen) January 30, 2022
Og konurnar, sögðu ekki orð með munninum en allt með svipnum, fullkomið. #verbúðin
— Birna Anna (@birnaanna) January 30, 2022
Armæðusvipurinn á mömmunni og tengdó meðan karlhelvítið röflaði um nærbuxur á röngunni og hagsmuni flokksins er hárbeitt ádeila. Enn eitt dæmið um snilldarperformans í #verbúðin
— Siðrún (@Sigrun_Br) January 30, 2022
Pabbi Kalla í Baggalúti var annar pabbanna sem lét ráðherrann heyra´ða fyrir að geta ekki hagað sér.
Fann til með Jóni Hjaltalín að fá lenda í svona fyrirlestri frá pabba, þó hann hefði verið sá sem talaði minna. #Verbuðin
— Karl Sigurðsson (@kallisig) January 31, 2022
Klassísk Sodastream mistök. Og þá eigum við ekki við þau mistök að blanda saman kóki og fanta.
Sem nýir SodaStream eigendur gera þau algeng mistök að setja bragðefnið fyrst á undan kolsýru. Sykurinn stíflar tækið #Verbúðin pic.twitter.com/JtQsW8LEzz
— Jóhann Jökull (@jrhusid) January 30, 2022
Við áttum videotæki með nákvæmlega svona fjarstýringu með 3 metra snúru og auðvitað svona brúnt Soda Stream tæki, við systkinin máttum fá eina litla flösku með sunnudagssteikinni og m&p stærri flöskurnar #verbúðin
— Anna Sig. (@annasig) January 30, 2022