fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fókus

Sigga Dögg slær til baka – „Elska þegar fólk talar um mig án þess að nefna mig á nafn“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 12:34

Myndin er samsett - Frá vinstri: Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, María Hjálmtýsdóttir, Sigríður Dögg Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistill kynjafræðikennaranna Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur og Maríu Hjálmtýsdóttur verið talsvert á milli tannanna á fólki síðan hann birtist á Vísi í gær undir yfirskriftinni „Klám, kyrkingar og kynlíf“.

Hanna og María gagnrýna kynfræðslu „aðkeypts kynfræðara“ og „áhrifavalds“ í pistlinum, án þess að nefna nokkurn á nafn, og segja það afleitt að börnum sé „kennt að kyrkja hvert annað“.

„Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? Er ekki stór-sniðugt að benda strákunum á ýmsar leiðir til að útfæra það sem þeir sjá í kláminu, til dæmis að loka öndunarvegi stelpnanna með limnum á sér, ef þeir bara passa að fylgjast með því að hætta örugglega í tæka tíð til að forðast súrefnisskort til heilans? Er ekki nóg að segja krökkunum að tala saman um mörk og að fá samþykki?“ segja þær til að mynda í pistlinum.

Sjá einnig: Hanna Björg og María gagnrýndar fyrir skrif sín um kyrkingar og kynlíf – „Stelpur geta verið femínískar og fílað flengingar“

„Elska þegar fólk talar um mig án þess að nefna mig á nafn“

Þó svo að Hanna og María hafi ekki nefnt „aðkeypta kynfræðarann“ á nafn þá er ljóst að um Sigríði Dögg Arnardóttur, eða Siggu Dögg eins og hún er oftast kölluð, en hún hefur árum saman verið einn ástsælasti kynfræðingur landsins.

Sigga fann sig knúna til að svara þessum skrifum Hönnu og Maríu. „Elska þegar fólk talar um mig án þess að nefna mig á nafn og tala um mig og mín störf án þess að hafa setið hjá mér fræðslu,“ segir Sigga í færslu sem hún birti á Twitter-síðu sinni í kjölfar mikillar umræðu um pistil Hönnu og Maríu.

„Þið hafið mig, alltaf“

Eftir þessa færslu birti Sigga svo fleiri færslur þar sem hún útskýrði sína hlið á málinu betur. „Umrætt breath-play var fullorðins námskeið sem ég sat og fjallaði um sem slíkt á Instagram, þegar ég tala um „kyrkingar“ þá var það í sambandi við það ákall frá TikTok umræðu og dægurmálum (meðal annars) og ég kalla það ekki breath play fyrir unglinga,“ segir hún.

Þá bendir hún á að hún hefur undanfarin 12 ár svarað spurningum frá foreldrum og unglingum um kynlíf og allt sem tengist því. „Ég hef svarað spurningum foreldra og unglinga ÓKEYPIS ALLA DAGA ÁRSINS Á HVERJUM EINASTA DEGI Í 12 ÁR. það er það seinasta sem ég segi á ÖLLUM fyrirlestrum, þið hafið mig, alltaf. Og við þessu má bæta að kennarar sitja inni á fyrirlestrunum mínum í skólum og ég segi foreldrum nákvæmlega það sama og ég segi unglingunum,“ segir hún.

Sigga segir að á meðan hún hafi verið að skrifa þessi svör við pistli Hönnu og Maríu hafi henni borist spurningar frá unglingi. Hún birtir allar þessar spurningar svo í nokkrum færslum en þær eru teknar saman hér fyrir neðan.

  • „Ef píkan blæðir frekar mikið eða mikið eftir fyrsta skiptið á maður að fara til læknis?
  • Getur kynlif verið skaðlegt?
  • Hvernig geta samkynhneigðir eignast barn?
  • Hvenær verður maður kynlifsfikil?
  • Af hverju mónar maður stundum og af hverju stelpur meira en önnur kyn?
  • Hvað gerir viagra krem fyrir mann og af hverju nota sumir það?
  • Á kynlíf að vera vont í fyrsta skiptið?
  • Af hverju er klám ekki gott fyrir þig?
  • Skiptir stærð máli?
  • Af hverju er ekki meiri kynfræðsla á íslandi?
  • Af hverju er erfiðara fyrir konur að fá fullnægingu?
  • Er satt að klámháðir einstaklingar eiga erfiðara með að fá fullnægingu heldur en aðrir?
  • Er satt að píkan víkkar við kynlíf?
  • Er „G spot“ til?“

„Kannski ætti ég bara að streyma fræðslunni minni live fyrir alþjóð og sjáum svo hvað gerist? Hlýtur að fara betur í fólk en tapið í gær í handboltanum. Eða ég myndi halda það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku

Segir Gísla Martein hafa gert ósmekklegt grín að konunni sem steig fram í síðustu viku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue

Móðir hundskammaði son sinn og dró hann úr röðinni fyrir kynlífsmaraþon Bonnie Blue
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu