fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fókus

Hildur opnar sig um krabbameinið – „Maður tekur hlutunum allt öðruvísi en maður hefði ímyndað sér“

Fókus
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 21:00

Hildur Björnsdóttir. Skjáskot/Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og áskorandi til oddvitasætis flokksins í kosningunum í vor, var í viðtali í þættinum Mannamál á Hringbraut í kvöld. Þar spurði Sigmundir Ernir hana meðal annars út í þá lífsreynslu hennar er hún greindist óvænt með krabbamein. Þá var hún nýbúin að fæða barn. Þetta var fyrir fimm árum.

Hildur sagði: „Ég held að þegar maður lendir í svona stórkostlegum áföllum þá kikkar inn einhver varaaflstöð sem maður vissi ekki að maður ætti og maður tekur hlutunum allt öðruvísi en maður hefði ímyndað sér.“

Hún segir að þetta hafi gerst í hennar tilviki. „Ég leit strax á þetta sem verkefni. Ég ætlaði að lifa þetta af og allt mitt fólk, mér finnst við öll hafa tekist mjög fallega saman á við þetta,“ sagði Hildur ennfremur í þessu áhrifamikla viðtali.

Hildur segist hafa kynnst mörgum í sömu sporum og fylgt þeim eftir. „Margir lenda í hjónaskilnaði í kjölfarið á svona, þetta er rosa áfall. Mín upplifun er sú að annaðhvort treystir þetta sambönd eða veiki þau.“

Hún segist hafa verið svo lánsöm að áfallið hafi styrkt samband hennar við eiginmann hennar, sem og við vini og fjölskyldu.

„Vá, hvað ég á ótrúlega stóran hóp af ótrúlega góðu fólki sem er til staðar fyrir mig,“ sagði Hildur.

Aðspurð segist Hildur ekki hafa verið reið er vegna tíðindanna: „Ég hugsaði aldrei, af hverju ég? Ég hugsaði frekar, af hverju ekki ég? Af hverju á harmur heimsins að falla á einhverja aðra en mig?“

Hún segist hafa verið staðráðin í því að lifa af og sannfærð um að hún myndi taka með sér mikinn lærdóm af þessari reynslu inn í framtíðina.

 

Mannamál: Hildur Björnsdóttir stikla
play-sharp-fill

Mannamál: Hildur Björnsdóttir stikla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsþekkt danshjón á Íslandi

Heimsþekkt danshjón á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sex hversdagslegar kynlífsupplifanir sem karlmenn þrá en þora ekki að biðja um

Sex hversdagslegar kynlífsupplifanir sem karlmenn þrá en þora ekki að biðja um
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það eru mistök að nota þvottaklemmur við útiþurrkun

Það eru mistök að nota þvottaklemmur við útiþurrkun
Fókus
Fyrir 3 dögum

10 áhugaverðar staðreyndir um loddaralíðan

10 áhugaverðar staðreyndir um loddaralíðan
Fókus
Fyrir 5 dögum

KALEO gefur út lag um skotárásir í Bandaríkjunum

KALEO gefur út lag um skotárásir í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn hefur ekki notað algenga snyrtivöru í tugi ára

Stórleikarinn hefur ekki notað algenga snyrtivöru í tugi ára
Hide picture