Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson er orðinn þriggja dætra faðir. Hann greinir frá gleðifregnunum á Instagram.
„Þriggja dætra faðir. Svo kemur annað afkvæmi á miðnætti í kvöld þegar platan mín, DÆTUR droppar á Spotify. Líf og fjör, gaman saman,“ skrifar hann og birtir fallega mynd af sér og dætrunum.
Friðrik Dór og Lísa Hafliðadóttir eiginkona hans eiga fyrir dæturnar Ásthildi og Úlfhildi.