Íslendingar hópuðust fyrir framan sjónvarpið og horfðu á línulega dagskrá enn einn sunnudaginn, þegar fimmti þáttur af Verbúðinni var sýndur í gærkvöldi á RÚV. Þátturinn bar heitið Maður ársins.
Það sést alltaf á lestrartölum Dv.is þear það er landsleikur í gangi en við getum nú staðfest að lesturinn dettur líka niður þegar Verbúðin er sýnd og fer svo beinustu leið upp á við aftur. Það er greinilegt að þættirnir hafa sigrað hjörtu landsmanna.
Síðasti þáttur Verbúðarinnar endaði óhugnanlega spennandi – og ekki lesa lengra ef þú ert ekki búin/n að horfa – þegar Jón Hjaltalín sjávarútvegsráðherra var í bráðum lífsháska eftir að hafa húkkað sér far með Landhelgisgæslunni í „æfingaflugi“.
Þáttur gærkvöldsins hófst svo í mikilli nostalgíu, nefnilega í þættinum Á tali með Hemma Gunn. Toppiði það!
Og annar eins æsingur hefur varla sést á Twitter eins og eftir þennan þátt. Leyfum fólkinu í landinu að tala.
Hélt að ekkert myndi toppa leikinn í gær. Jú, #verbúðin sá um það!
— Heiðar Heiðarsson (@Heidar_Heidars) January 23, 2022
Í fullkomnum heimi væri þetta staðan.
Væri til í #verbúðin yrði bara okkar Nágrannar. Einn þáttur á hverjum virkum degi og svo maraþon um helgar
— Sigurlaug Lára (@SigurlaugL) January 23, 2022
Bílskurshurðaratriðið var með þeim meira spennandi. Niður hurð, niður!!
Þetta atriði var jafn stressandi og það var ógeðslega fyndið! #verbúðin pic.twitter.com/d6jkgsMriP
— Olga Björt (@olgabjort72) January 23, 2022
Þessi bílskúrshurðarsena með áfenginu er eitt það fyndnasta sem ég hef séð lengi … #verbúðin
— Doddi Jonsson (@doddijonsson) January 23, 2022
Kalt mat.
Mér fannst Bjössi í Mínus betri Elsa Lund en Laddi.#Verbúðin
— Margrét Gauja (@MargretGauja) January 23, 2022
Mögulega er Jóhannes hér ekki að tala um eiginlegar veiðar eða eiginlega landhelgi.
Kennir mönnum að vera ekki í kvótalausum veiðum, í landhelgi annarra manna #verbúðin
— Jóhannes Baldur Guðmundsson (@BaldurJohannes) January 23, 2022
En ef ekki Sveppi þá kannski einhver annar. Það er ekki öll von úti! Þrír þættir eftir.
Það var dauðafæri að láta Sveppa missa auga á tívolíbombu #verbúðin pic.twitter.com/BPjEe2YnIx
— Jóhann Jökull (@jrhusid) January 23, 2022
Karen sagði það sem margar konur hugsuðu. Og eflaust ófáir karlmenn líka.
Er einhver staðar hægt að ræða það hvað hann Björn Hlynur er heitur í þessu hlutverki án þess að vera channelað? #verbúðin
— Karen Kjartansdottir (@karenkjartansd) January 23, 2022
Forseti Hæstaréttar aðeins að fá sér
Hinn Fulli Samúræi #verbúðin pic.twitter.com/a9irMVLn9D
— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) January 23, 2022
Þessi þáttur gaf mér loksins tækifæri til að vitna í Hrd. 1989, bls. 1627 um áfengiskaup Hæstaréttardómara eftir að hafa setið á þessum dómi í mörg ár #verbúðin
— Lenya Rún (@Lenyarun) January 23, 2022
Mæltu manna heilastur, Guðni Halldórsson! Þetta djöfulsins pakk
Helvítins blaðamenn. Búnað skemma partíið fyrir öllum í 30 ár #verbúðin
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) January 23, 2022
Hvað viljum við? Nýja stjórnarskrá! Hvenær viljum við hana? Núna strax!
#Verbúðin er svo ótrúlega gott innlegg í umræðuna því ég held að mjög mörg af minni kynslóð og yngri viti ekki mikið (eða neitt) um hvernig kvótakerfinu var komið á eða hversu blatantly auðlindir þjóðarinnar voru gefnar útvöldum.
Auðlindaákvæði í stjórnarskrána takk!— 🫑Heiða🫑 (@ragnheidur_kr) January 22, 2022
Bílaáhugakonan Malín Brand fékk mikið fyrir sinn snúð.
Þessir gömlu bílar í þáttunum eru náttúrulega snilld og var gaman að sjá og HEYRA í sumum þeirra við tökur á Verbúðinni. Skrifaði pistil um það í ofsakæti minni! https://t.co/svY8T92vNX
#verbúðin #bilablogg pic.twitter.com/wvKujw0xQd— Malin Brand (@mallabrand) January 23, 2022
Auðvitað ekkert nema helv*** dónaskapur að tala á meðan Áramótaskaupið er í loftinu. Og það er sko líka bannað að tala yfir Verbúðinni.
Ég hef ekki tengt eins lengi við nokkurn mann og Góa yfir skaupinu. Getur fólk ekki bara setið kjurrt og haldið kjafti yfir skaupinu?? #verbúðin
— Jón Frímann Eiríksson (@jonfrimann) January 23, 2022
Þau sem heyrðu ekki í Skaupinu fyrir bölvuðum ólátunum geta hlustað hér.
Í #verbúðin heyrðist í þessu atriði Áramótaskaupsins 1987. Svo mikið hefur breyst frá þessum tíma, að þetta hafi þótt fyndið er ansi magnað https://t.co/9LTBbZAILR
— Ásþór Sævar Scheving Ásþórsson (@asthor_s) January 23, 2022
Á tali með Hemma Gunn var spennandi en aldrei alveg svona spennandi.
Loksins Á tali með Hemma Gunn þátturinn sem okkur langaði alltaf í en áttum aldei skilið #verbúðin
— Kristinn Þór Sigurjónsson (@kiddi_s) January 23, 2022
Jerry Springer útgáfan hjá Hemma Gunn. #verbúðin
— Eiríkur Rúnarsson (@EirikurMar) January 23, 2022
Hva, þetta er ekki neitt. Bara ein rosalegasta sena íslenskrar sjónvarpssögu. Hands down.
RIP Fiðlan 🎻
#verbúðin— Jon Agnar Olason (@jonolason) January 23, 2022
Ekkert lokalag hefði átt betur við en Traustur vinur.
“Stundum verður mönnum á…” 😅🤜#verbúðin #átalihjáhemmagunn
— Páll Ragnar Pálsson (@pall_ragnar) January 23, 2022