fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Fókus

Helga lýsir hrottalegu ofbeldi af hálfu þáverandi maka: Drap köttinn fyrir framan hana – „Þetta voru bara varnarlaus dýr“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 22. janúar 2022 08:00

Helga Agatha. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Agatha sýnir ótrúlegan styrk og segir sögu sína í nýjasta hlaðvarpsþætti Eigin Kvenna. Við vörum við lýsingum á ofbeldi hér í greininni og einnig í viðtalinu sem má horfa á neðst í greininni.

Helga segir að hún hefði fengið hugrekkið til að opna sig um sína reynslu frá þeim ótal mörgu konum sem hafa stigið fram undanfarið og sagt sínar sögur.

Stjórnsemin kom snemma fram

Helga var tvítug þegar hún kynntist fyrrverandi kærasta sínum. Árið var 2013 og hann var 29 ára. Þau voru bæði í neyslu og hann að selja fíkniefni.

„Áður en ég vissi af var hann farinn að skipta sér af öllu sem ég gerði,“ segir hún og bætir við að hún hefði hlustað á hann, enda hann næstum áratug eldri og hún enn að læra á lífið, aðeins tvítug.

Þau hófu sambúð snemma og varð hann sífellt stjórnsamari og hrottalegri í hegðun.

„Síðan leið þetta, vikurnar og mánuðirnir. Hann er svo dómínant persónuleiki, hann er algjör narsisissti og siðblindur. Hann þarf alltaf að dómínera yfir öllum sama hvað […] Hegðun hans fór versnandi og neyslan þá líka. Hann varð reiðari og reiðari út af öllu, fór að leggja hendur á dýrin sín. Hann átti hund, pínulítinn pinscher hund, hann barði hann í klessu. Ógeð. Það finnst mér erfiðast, að hafa þurft að horfa upp á það. Þetta eru bara varnarlaus dýr.“

Barði dýrin fyrir framan dóttur sína

Helga segir frá því að þau hefðu fengið sér annan hund þegar hann gaf hinn hundinn frá sér.

„En hann lúbarði hann líka. En það var „mér að kenna“ því hann var svo reiður út í mig en tók það út á hundinum. Hann á sem sagt dóttur úr öðru sambandi sem var oft hjá okkur og hún varð vitni að þessu öllu. Hún varð vitni að manninum berja hundinn til óbóta. Þarna var hún um sjö til átta ára gömul,“ segir Helga.

„Síðan fáum við kött, það var minn köttur. Allt sem ég hef gengið í gegnum þá finnst mér erfiðast að tala um dýrin, hann drap köttinn minn. Hann barði hann til dauða og ég þurfti að hlusta á vælið í kettinum þangað til hann dó. Ég mátti ekki gera neitt, ég reyndi og reyndi en þá lamdi hann mig í staðinn, eða hótaði því að lemja mig. Ég veit ekkert af hverju hann var svona reiður við þennan kött, því hann var ekki að hlýða honum? Þetta var köttur, kettir hlýða ekki.“

Kallaði hana aumingja fyrir að geta ekki gengið eftir hrottalega árás

Helga segir frá því þegar hann lagði á hana hendur fyrst, snemma árs 2014.

„Það var eitthvað sem ég hélt, og enginn heldur, að maður muni upplifa,“ segir hún. Ofbeldið byrjaði heima hjá þeim og endaði í Heiðmörk þar sem hann skildi hana eftir, vankaða eftir að hafa sparkað í höfuð hennar og hún gat heldur ekki gengið því hann hafði gengið svo hrottalega í skrokk hennar.

„Ég var mjög vönkuð, ég vissi ekkert hvar ég var. Ég hugsaði: „Nú er ég bara að fara að deyja.“ Og var bara sátt við það,“ segir hún.

Hann kom aftur að sækja hana og kallaði hana aumingja fyrir að geta ekki gengið. „Við förum heim og hann lét mig fá sígarettu og lagði mig varlega í sófann og sagði: „Hvíldu þig nú, þú ert búin að ganga í gegnum margt. Ég er ánægður með þig.““

Þetta er aðeins brot af því sem hann gerði henni yfir þeirra sex ára samband. Seinna sama ár, 2014, munaði litlu að hann hefði myrt Helgu. Hann frelsissvipti hana, pyntaði og nauðgaði í tvo daga. Hún endaði á spítala með fimm brotin rifbein, gat á lunga, brot í kjálkabeini, brenndar geirvörtur og innvortis blæðingar. Spítalinn kærði en málið fór ekki lengra. Helga ræðir í þættinum hvernig kerfið brást henni og gerir enn. Hún ræðir einnig um afskiptaleysi fólks og hvaða áhrif það hefur.

Þáttinn má horfa á í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý spáir fyrir Steinda: „Hann þarf að taka eitthvað til“

Ellý spáir fyrir Steinda: „Hann þarf að taka eitthvað til“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ræddu við einn fremsta lagahöfund heims í íslensku KISS hlaðvarpi – „Ég á íslenska vini sem ég hitti í Grikklandi á hverju sumri“

Ræddu við einn fremsta lagahöfund heims í íslensku KISS hlaðvarpi – „Ég á íslenska vini sem ég hitti í Grikklandi á hverju sumri“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heiðrún um hollt mataræði – „Þumalputtareglan mín er einföld, mjög umdeild og klárlega ekki í tísku“

Heiðrún um hollt mataræði – „Þumalputtareglan mín er einföld, mjög umdeild og klárlega ekki í tísku“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ungur og upprennandi leikari lést í hörmulegu slysi

Ungur og upprennandi leikari lést í hörmulegu slysi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns – Spáir fyrir Valkyrjustjórninni: „Það er eins og einhver málaflokkur hjá þeim fái ekki nóg“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns – Spáir fyrir Valkyrjustjórninni: „Það er eins og einhver málaflokkur hjá þeim fái ekki nóg“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna