Verbúðin sló í gegn sem endranær. Fjórði þáttur af átta var sýndur á RUV í gærkvöldi. Einna merkilegast var að enginn missti útlim og enginn hafði samfarir, þó litlu munaði þar!
Þátturinn leið svo hratt að áhorfendum fannst hann nánast vera að byrja þegar hann var búinn. Og aldrei hefur þáttur af Verbúðinni endað jafn spennandi. Það er ljóst að fólk á eftir að flykkjast fyrir framan sjónvarpið næsta sunnudagskvöld með bláan Lövenbräu og bland í poka fyrir fimmtíu krónur. Já, hver sagði að línuleg dagskrá væri ekki í tísku?
Ekki stóð heldur á viðbrögðunum á Twitter frekar en fyrri daginn eftir þáttinn sem bar heitið Vestfjarðanornin.
What! Búið!? Þessi þáttur var 5 mínútur. 🤯 #verbúðin
— Ólöf Hugrún (@olofhugrun) January 16, 2022
Ísak var tilbúinn með viðeigandi drykkjarföng áður en þátturinn hófst. Það jafnast ekkert á við smá frostlög með sjónvarpinu.
Jæja lets go #Verbuðin pic.twitter.com/iaTaWFLKmS
— Ísak (@isakemanuelglad) January 16, 2022
Mera að segja Högurður var sáttur.
Drullugóður þáttur að vanda. Reyndi að setja mig í spor kverúlantanna og finna að öllu, það er slítandi. #Verbuðin
— Halldór Högurður (@hogurdur) January 16, 2022
Og hann setti sig sannarlega í spot kverúlantanna.
Rangar Löwen dollur!!!! Ég er svo brjálaður alveg! #Verbuðin pic.twitter.com/Dp62kPsiww
— Halldór Högurður (@hogurdur) January 16, 2022
Sá sparperu sem kom ekki á sjónarsviðið fyrr en um 15 árum seinna. Ég er fokillur! #verbuðin
— Halldór Högurður (@hogurdur) January 16, 2022
Þátturinn byrjar á akstri um 5-10 àra gamallar Lada Niva bifreiðar. Ég er brjálaður!!! #verbuðin
— Halldór Högurður (@hogurdur) January 16, 2022
Margir tengdu við hvernig reynt var að fá eitt barnið til að klára matinn sinn.
“Þakkaðu fyrir að fá eitthvað, börnin í Afríku fá ekki neitt” var aðeins of accurate atriði. #verbúðin
— Edda Falak (@eddafalak) January 16, 2022
“Börnin í Afríku fá ekki neitt”
Engin setning var sagð jafn oft við mig sem krakki fyrir norðan in the 80s#Verbúðin
— Haukur Heiðar (@haukurh) January 16, 2022
Ráðherrann húkkaði sér far vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar og passaði upp á að ástæða ferðar væri æfingaflug.
Þetta er ekki einusinni það var þá. Þetta er bara Áslaug Arna að húkka sér far með gæslunni #verbúðin
— Henrý (@henrythor) January 16, 2022
Jón tók Áslaugu á þetta.#Verbuðin
— Kari Sigurfinnsson (@karisig) January 16, 2022
Það var óvenju mikið af geggjuðum lögum í þætti kvöldsins.
Tónlistin i Verbúðinni teygir þættina alveg í 5tu stjörnuna #Verbuðin
— Hjördís (@Hjordisyo) January 16, 2022
Sándtrakkið í #verbúðin ekkert að klikka frekar en í fyrri þáttum👌 #dúkkulísurnar #svarthvítahetjanmín
— Páll Ragnar Pálsson (@pall_ragnar) January 16, 2022
LaLíf https://t.co/OsJuwsAZrt via @YouTube Þótti vænt um að heyra La Líf eitt uppáhalds lag æsku minnar. Fannst svo merkilegt að það væri sungið afturábak #verbúðin
— Egill Einarsson (@einarsson_egill) January 16, 2022
Og tónlistin almennt svo frábær að það er búið að gera nokkra playlista á Spotify
Nokkrir listar komnir á Spotify #Verbúðin https://t.co/VCLPbk3y0V pic.twitter.com/MLvX83OVHY
— Ólöf Hugrún (@olofhugrun) January 16, 2022
Blaðamaður DV mætti á staðinn í þessum þætti til að koma upp um spillinguna og ýmsir töldu sig bera kennsl á ritstjórann.
Jónas Kristjánsson mættur #Verbúðin
— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) January 16, 2022
Harpa lagði til að þau hjónin færu til Kanarí en eiginmaðurinn bauð henni að koma með togaranum til Grimsby. Hún var ekki kát.
Harpa veit ekki hvað hún er að missa af með siglingu til Grimsby…blár Smirnoff og sólbað á nýspúluðu dekkinu #verbúðin
— Sigga Svan (@siggasvan) January 16, 2022
Reykingar fengu sinn sess að venju enda enginn maður með mönnum á þessum tíma nema reykja bókstaflega hvar sem er.
Ánægður með að allir leikarar kunni að reykja. Enginn að púa. Er þetta kúrs í faginu? #Verbuðin
— Jakob V. Hafstein (@JakobVHafstein) January 16, 2022
Við sáum líka krakka að teika bíla eins og allir gerðu sem aldrei höfðu heyrt um slysavarnir. Tobbi tenór gerði sér mat úr því.
Vissi að það kæmi þetta teik #verbúðin
— tobbitenor (@tobbitenor) January 16, 2022
Afhverju eru krakkar í dag alveg hættir að teika #verbúðin
— Hjörvarpið (@hjorvarp) January 16, 2022
Þessi ákvað að halda sig að mestu frá Twitter því hann gat ekki horft á Verbúðina. Einmanaleg tilfinning.
Þegar ég get ekki hangið á twitter því ég get ekki horft á #verbúðin fyrr en annað kvöld. pic.twitter.com/VBqCB5KNot
— Sigurjón Njarðarson (@sigurjon15) January 16, 2022
Og þessi þóttist bara ekkert vera að horfa en tók samt þátt í Twitter-hátíðinni.
Er ég sú eina á Íslandi sem horfi ekki á #verbúðin ? Ég er svo mikill anglophile að ég horfi bara á Dancing on Ice, Midsomer Murders #Vera og #FoylesWar. It’s awesome @ITV @AnnCleeves @AnthonyHorowitz
— Asa Eythors (@Asgerdur) January 16, 2022
Við ætlum ekki að skemma, en þátturinn endaði mjög spennandi. Mögulega var einhver mikilvægur í lífshættu…
Hætta í cliffhanger! Er ekki eitthvað ólöglegt við þetta? #verbúðin
— Kjartan (@Kjartans) January 16, 2022